Leita í fréttum mbl.is

Viðauki I í skýrslu Hagfræðistofnunar lýsir aðlögunarviðræðum

Það átti að taka 18 mánuði að ljúka svokölluðum samningaviðræðum við ESB árið 2009. Viðræðurnar voru þó strand á 24 mánuðum og eftir 40 mánuði upplýstist opinberlega að hlé yrði gert á viðræðum. Ástæðan var sú að ekki var um neinar samningaviðræður að ræða heldur aðlögunarviðræður og það steytti m.a. á aðlögun í sjávarútvegsmálum.

Erna Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Heimssýn, minnti á þetta í viðtali í morgunþætti á Rás 2 í morgun.

Ofangreint er m.a. útskýrt í Viðauka I í skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-málin sem kynnt var fyrir rúmu ári síðan. Í viðaukanum segir meðal annars í niðurstöðukafla:

 

Á liðnum tveimur áratugum hafa forsendur og aðferðafræði Evrópusambandsins í aðildarferlinu breyst mikið frá því sem áður var.  .... Viðræðuferlið, sem Ísland gekk inn í, .... er ... allt í senn þungt, flókið og ófyrirsjáanlegt. Það byggir á viðamiklum undirbúningi og skilyrðasetningu og geta mörkin milli undirbúnings og samningaviðræðna því verið óljós. Þau urðu enn ógreinilegri eftir að opnunar- og lokunarviðmið komu til sögunnar. ....

Í annan stað miðaði hægt í stærstu hagsmunamálum Íslendinga, landbúnaði og sjávarútvegi, jafnvel þótt rík áhersla hafi verið lögð á það af Íslands hálfu að viðræður um þessa kafla hæfust sem fyrst. Ekki tókst að opna landbúnaðarkaflann og sjávarútvegskaflinn sigldi í strand áður hann komst á það stig að hægt væri að ljúka rýniskýrslu um hann og í kjölfarið hefja viðræður um kaflann. Ástæðan var sú að sambandið vildi setja viðmið um opnun hans sem hefði verið óaðgengilegt með öllu fyrir Ísland. Þau hefðu falið í sér að Ísland undirgengist áætlun um aðlögun að sjávarútvegsstefnu sambandsins áður en viðræður hæfust um kaflann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 198
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 2171
  • Frá upphafi: 1182935

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1900
  • Gestir í dag: 168
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband