Laugardagur, 28. mars 2015
70% Norðmanna hafna ESB og aukin umræða um EES-samninginn
Þessi frétt á mbl.is sýnir hve gífurlega mikil andstaða er gegn inngöngu Noregs í ESB. Jafnframt sýnir hún að umræðan um kosti og galla EES-samningsins er vaxandi í Noregi. Þannig hafa þrjú stéttarfélög þegar tekið upp þá stefnu að tengsl Noregs við innri markað Evrópusambandsins verði ekki byggð á EES-samningnum. Hér á landi er andstaðan við inngöngu í ESB álíka mikil. Fólk er líka smátt og smátt að gera sér grein fyrir "ómöguleika" þess að halda áfram viðræum á grunni umsóknar með margháttaða galla. Þá eru flestir nú sammála um að hið gallaða regluverk fyrir fjármálafyrirtæki á EES-svæðinu hafi ekki dregið úr skaðanum sem bankabólunni fylgdi fyrir 2008 - síður en svo.
Fréttin á mbl.is er hér:
Sjö af hverjum tiu Norðmönnum vilja ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Um 20% vilja hins vegar ganga í sambandið en aðrir eru óákveðnir. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku dagblöðin Nationen og Klassekampen.
Fram kemur í frétt Nationen að skoðanakannanir hafi sýnt stöðugan meirihluta gegn inngöngu í Evrópusambandið undanfarinn áratug. Fyrir vikið leggi samtök andstæðinga inngöngu í sambandið, Nei til EU, meiri áherslu í dag á andstöðu við aðild Norðmanna að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og vinni að því að fá stéttarfélög til þess að taka afstöðu gegn honum. Þrjú stéttarfélög hafi þegar tekið upp þá stefnu að tengsl Noregs við innri markað Evrópusambandsins verði ekki byggð á EES-samningnum.
Greint er frá því að Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, hafi ritað langa grein í Klassekampen nýverið þar sem hann hafi varað við því að segja EES-samningnum upp. Haft er eftir Kathrine Kleveland, formanni Nei til EU, að greinina hefði hann ekki skrifað nema hann hafi talið sig tilneyddan. Hins vegar kemur fram í fréttinni að meirihluti Norðmanna vilji samkvæmt skoðanakönnunum halda í EES-samninginn.
70% Norðmanna vilja ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 308
- Sl. sólarhring: 473
- Sl. viku: 2389
- Frá upphafi: 1188525
Annað
- Innlit í dag: 270
- Innlit sl. viku: 2166
- Gestir í dag: 256
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andstaðan hér hefur verið mjög svipuð þessu frá 2009. Menn hafa komið sér framhjá dómi þjóðarinnar fram að þessu með að halda forsetanum utan við efnið og telja folki trú um að aðeins sé um "könnunarviðræður" að ræða og að það sé pakki að kíkja í með hugsanlegum undanþágum í boði.
Þær undanþágur, sem voru gefnar áður en umsóknarreglur voru hertar 2005 voru tímabundnar hliðranir eins og tollfrelsi áfengis á Álandseyjum og skorður á stærð skipa sem máttu fiska innan 4ra mílna við Möltu. Slíkt er ekki í boði lengur eftir breytingar, enda skipta þessar tímabundnu undanþágur engu í stóra samhenginu.
Pakkinn er búinn að vera opinn fyrir allra augum frá upphafi og það er ekkert í honum. Allt eða ekkert er díllinn. Þar með er t.d. Leyfð sala á sjávarútvegsfyrirtækjum úr landi sem leiðir til að arðurinn af greininni fer úr landi, auk þess sem 200 mílurnar okkar verða aftur opnar Fyrir bretum, þjóðverjum, spánverjum og Portúgölum m.a. Striðin öll til einskis unnin.
Þetta vita flestir og þessvegna má ekki spyrja þjóðina fyrr en aðlögun er lokið og þá er því þannig fyrir komið að þjoðaratkvæðin verða aðeins "leiðbeinandi".
Ef þessi valdníðsla er ekki tilefni til að rífa upp gangstéttarhellur á Austurvelli, þá veit ég ekki hvað það er.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2015 kl. 13:06
Jón en ertu með linkinn á pakkann sem hefur verið opinn fyrir allra augum?
Friðrik Friðriksson, 28.3.2015 kl. 16:25
Allt eða ekkert er díllinn. Lastu ekki það sem hann skrifaði og var skrifað líkl. nokkur þúsund sinnum? Kannski með öðrum orðum.
Elle_, 28.3.2015 kl. 21:28
Það er að vísu ekki hægt að bera saman aðild Íslands og Noregs að ESB.
=Noregur er með það stórt hagkerfi/mikinn íbúafjölda á bak við sig; þannig að þeir þurfa ekki á öðrum að halda frekar en þeir vilja.
Það er annað með litla Ísland sem er með minnsta hagkerfi í heimi; bara 360.000 hræður á bak við sig.
=Hálfgert Matadors-hagkerfi.
Jón Þórhallsson, 29.3.2015 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.