Leita í fréttum mbl.is

Tilskipun um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri - afleiðingar?

Sáralítil umræða hefur verið hér á landi um tilskipun ESB-þingsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Yfirlýst markmið tilskipunarinnar er að bæta þjónustu og öryggi sjúklinga. Ýmsir óttast hins vegar að tilskipunin muni fyrst og fremst gagnast hagsmunum stórfyrirtækja á þessu sviði og að afleiðingin geti orðið meiri samþjöppun og á endanum verri þjónustu fyrir sjúklinga í heild.

Með tilskipuninni gætu sjúklingar valið sér þjónustu í öðrum löndum innan ákveðinna marka. Steinar Westin, læknir og prófessor í Þrándheimi í Noregi, segir að með tilskipuninni sé verið að grafa undan því óskráða samkomulagi, sem verið hafi á milli þjóðfélagshópa víða í Evrópu, að markaðsöflin nái ekki nema í takmörkuðum mæli til menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þar hafi allir jafnan rétt og aðgang og að þjónustan sé að megninu til greidd af sköttum. Tilskipun þings ESB geti grafið undan þeirri þjónustu og því trausti sem ríkt hefur á milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks þegar lögmál framboðs og eftirspurnar, í samræmi við meginstef innri markaðar EES, verið látin ráða meiru um þjónustuna. 

Þá óttast ýmsir að þetta geti leitt til þess að heilbrigðisþjónusta flytjist í enn hraðari og ríkari mæli en áður frá jaðarsvæðum til stærri landa og borga og að heilbrigðisstarfsfólkið flytjist þá frá dreifbýlli svæðum og minni löndum til að sinna sérhæfðri þjónustu á stærri kjarnasvæðum.

Þessi atriði hafa mjög lítið verið rædd hér á landi. Að minnsta kosti hefur það þá farið lágt. Spurningin er hvort ekki sé ástæða til þess að ræða það eitthvað nánar áður en skattborgarar verða látnir borga í auknum mæli fyrir þjónustu erlendis?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2423
  • Frá upphafi: 1165797

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2104
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband