Leita í fréttum mbl.is

Gálgafrestur Grikkja að renna út?

Margir spá því að til tíðinda dragi eftir páska í samskiptum Grikkja, ESB og AGS. Grikkir þurfa nýtt neyðarlán til að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar og hefur gríska stjórnin sent framkvæmdastjórn ESB og AGS lista yfir aðgerðir til að bæta fjárhagsstöðu gríska ríkisins en slíkar aðgerðir eru forsenda þess að Grikkir fái nýtt lán. Listinn þykir þó bæði ófullnægjandi og of seint fram kominn. Samtímis halda ráðherrar í grísku ríkisstjórninni því fram að evrusamstarfið standi á brauðfótum.

Meðal þess sem ríkisstjórn Grikklands hyggst gera til að bæta fjárhagsstöðu ríkissjóðs er að taka ákveðnar á skattaundanskotum og selja hluta hafnar í borginni Píreus til Kínverja. Í næstu viku á Grikkland að endurgreiða AGS sem svarar um 70 milljörðum króna af láni sem landið fékk frá sjóðnum. Grikkland getur ekki bæði greitt af því láni og staðið við aðrar skuldbindingar án þess að til komi ný fyrirgreiðsla frá ESB og/eða AGS.

Umræða um það hvort Grikkland muni haldast innan evrusamstarfsins skýtur upp kollinum með reglulegu millibili. Ýmsir, svo sem Anders Borg, fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar, telja að rétt sé að gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins, m.a. annars þar sem tímabundnar afleiðingar af útgöngu fyrir grískan almenning gæti orðið mjög erfiðar.

Aðrir, eins og fjárfestirinn mikli, Warren Buffet, segir að það þurfi ekki að vera svo slæmt þótt Grikkir yfirgefi evrusvæðið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 1069
  • Frá upphafi: 1117992

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 938
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband