Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóðakerfið á evrusvæðinu í vanda vegna vaxta(r)leysis

Vextir eru nánast í núlli á evrusvæðinu og fyrir vikið er ávöxtun eigna lífeyrissjóða nánast engin. Fyrir vikið verða útgreiðslur úr sjóðunum  talsvert minni í framtíðinni og standa ekki undir væntingum lífeyrisþega. Það er umhugsunarefni að þrátt fyrir að peningar kosti nánast ekki neitt (vextir eru verð á peningum) á evrusvæðinu þá tekst engan veginn að koma fjárfestingu og atvinnulífi í gang. Vöxtur er sáralítill og sums staðar neikvæður og atvinnuleysi verulegt á stórum svæðum.

 

Mbl. greinir svo frá:

 

 

Lág­ir vext­ir valda erfiðleik­um

Seðlabanki Evrópu í Frankfurtstækka

Seðlabanki Evr­ópu í Frankfurt Ómar Óskars­son

Sögu­lega lág­ir stýri­vext­ir á evru­svæðinu veld­ur stjórn­end­um fyr­ir­tækja höfuðverk en fyr­ir­tæk­in neyðast til þess að setja millj­arða evra til hliðar svo þau geti mætt líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um starfs­manna.

Lág­ir stýri­vext­ir Seðlabanka Evr­ópu og ít­rekaðar skulda­bréfa­út­gáf­ur valda því að ávöxt­un á skulda­bréfa­markaði hef­ur lækkað um­tals­vert.

Þetta þykja ekki góðar frétt­ir fyr­ir fyr­ir­tæki sem bjóða starfs­mönn­um sín­um upp á auk­in líf­eyr­is­rétt­indi ofan á eft­ir­laun frá hinu op­in­bera.

Líkt og bank­ar og trygg­ing­ar­fé­lög þá reyna sjóðir fyr­ir­tækja að fjár­festa í skulda­bréf­um eða treysta á vexti á fjár­fest­in­um sín­um til þess að há­marka fjár­fest­ingu sína. En vegna þess hve lág­ir vext­ir eru á evru-svæðinu þá má leiða lík­um af því að það geti reynst fyr­ir­tækj­um erfitt að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar á kom­andi árum.

Það er einkum í Þýskalandi sem fyr­ir­tæki hafa komið upp slík­um sjóðum en um 17,8 millj­ón­ir Þjóðverja hafa skrifað und­ir slíkt sam­komu­lag við vinnu­veit­end­ur sína. 


mbl.is Lágir vextir valda erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óhjákvæmilegar afleiðingar þess að starfrækja peningakerfi sem byggist á skuldsetningu og þvingaðri miðstýringu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2015 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1176856

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband