Leita í fréttum mbl.is

Grafið undan sjálfstæði Íslands

Hlutverk Heimssýnar er að „stuðla að opinni umræðu um Evrópusamstarf og sjálfstæða stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.“ Nýleg tilkynning frá ESB þar sem það áréttar ákvörðun sem felur það í sér að Ísland hafi ákveðið að fallast á að styðja áframhaldandi viðskiptabann ESB gagnvart Rússlandi er ekki til þess gerð að stuðla að sjálfstæðri stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.

Í þessum efnum virðist ESB nefnilega koma fram fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og er það vægast sagt afar sérstakt. Spurningin sem vaknar er hvort þetta hafi verið gert í fullu samráði við íslensk stjórnvöld. Þessi framkvæmd ESB af íslenskum utanríkismálum er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að Ísland hefur verið áfram á listum ESB yfir umsóknarríki þótt það sé skýr stefna núverandi ríkisstjórnar að umsókninni skuli hætt.

Skelfilegir atburðir hafa átt sér stað í Úkraínu. Því verður ekki á móti mælt. Íslensk stjórnvöld eiga hins vegar ekki að útvista utanríkisstefnu sinni til Brussel líkt og nú hefur verið gert. Með því er vegið að sjálfstæði Íslands og framtíðarmöguleikum landsins í samskiptum þjóða.

Það er sjálfsagt að mótmæla yfirgangi þar sem hann á sér stað. Ísland verður hins vegar að leggja sjálfstætt mat á það hvort viðskiptaþvinganir af því tagi sem hér um ræðir geri nokkurt gagn. Íslendingar eru þar veigalitlir gerendur en hins vegar geta afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar fyrir Ísland ef útflutningsmarkaðir lokast.

Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að ESB-ríkin hafa verið Íslendingum mjög erfið viðureignar síðustu áratugi hvort sem litið er til baráttunnar í landhelgismálinu, vandamála í nýlegu fjármálahruni eða til deilna vegna makrílveiða.

Það kann því að vera í hæsta máta undarlegt ef íslensk stjórnvöld vilja eyðileggja útflutningsmarkaði fyrir Íslendinga í Austur-Evrópu og gera ESB í leiðinni það auðveldara að þjarma að íslenskum útflutningi þegar því hentar.

Ísland hefur áður sýnt að með sjálfstæðri utanríkisstefnu getur smáþjóð haft áhrif og er eitt áhrifaríkasta dæmið  stuðningur við sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Sjálfstæðið er þannig sívirk auðlind sem gagnast bæði landinu sjálfu og öðrum löndum um leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vanhugsaðar aðgerðir íslenskra stjórnvalda höggva að rótum sjálfstæðis Íslands og því þarf að leiðrétta þetta sem fyrst.

Sigurður Þórðarson, 10.8.2015 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 35
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 2542
  • Frá upphafi: 1166302

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2179
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband