Fimmtudagur, 10. september 2015
Styrmir sakar stjórnarflokkana um svik í ESB-málinu
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og mikill áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum til áratuga, sakar ríkisstjórnarflokkana um svik við kjósendur sína í ESB-málinu í pistli sem hann birtir á vef sínum í dag.
Í pistlinum segir Styrmir að báðir stjórnarflokkarnir hafi gengið til kosninga vorið 2013 með þá yfirlýstu stefnu að binda endi á umsóknarferlið. Það hafi mistekist. Þá segir Styrmir að fróðlegt verið að fylgjast með því hvort málið verði áfram svæft á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Pistill Styrmis er birtur hér í heild en er auk þess aðgengilegur á vef hans.
Hvernig ætla stjórnarflokkarnir að útskýra fyrir kjósendum svik sín í ESB-málinu?
Í ljósi þeirrar þagnar, sem ríkti um stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrrakvöld verður að telja nokkuð ljóst að núverandi ríkisstjórn og stjórnarflokkar ætla að láta hér við sitja og gera ekki frekari tilraunir til að draga aðildarumsóknina til baka með afgerandi hætti. Það þýðir að komist aðildarsinnuð ríkisstjórn til valda á ný áÍslandi mun slík ríkisstjórn leita eftir því við Evrópusambandið að þráðurinn verði tekinn upp þar sem frá var horfið.
Þetta eru alvarlegustu mistök núverandi ríkisstjórnar og þingflokka hennar vegna þess að þau mistök snúast ekki um dægurmál heldur grundvallarmál.
Frá sjónarhóli stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar lítur staðan út á þennan veg:
1. Báðir flokkarnir gengu til kosninga vorið 2013 með þá yfirlýstu stefnu að binda endi á umsóknarferlið. Það hefur mistekizt.
2. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna töluðu á þann veg fyrir kosningarnar að þjóðin hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hún fengi að segja sitt á þessu kjörtímabili. Finna mátti á tali nýkjörinna þingmanna vorið og sumarið 2013 að þá þegar var lítill vilji til þess að standa við þau fyrirheit.
3. Veturinn 2014 ætlaði ríkisstjórnin sér að ljúka málinu með þingsályktun á Alþingi. Húngafst upp við það.
4. Haustið 2014 gáfu forystumenn ríkisstjórnar skýrt til kynna í persónulegum samtölum aðný þingsályktunartillaga yrði lögð fram öðru hvoru megin við áramót. Snemma á þessu ári töluðu þeir á sama veg. Í mars varð breyting á og ríkisstjórnin ákvað að draga umsóknina til baka með einhliða bréfi til ESB, sem hún taldi sig á grundvelli lögfræðiálits hafa heimild til.
5. Um efni bréfsins var samið við ESB fyrirfram og jafnframt var fyrirfram samið um hvernig því yrði svarað. Þeir samningar voru algerlega ófullnægjandi frá sjónarhóli andstæðinga aðildar á Íslandi en þar að auk sveik ESB það samkomulag og enn loðnari svör bárust. Miðað við þær upplýsingar sem forsætisráðherra gaf opinberlega í kjölfar heimsóknar hans til Brussel og viðræður hans við helztu ráðamenn þar leiddu þau samtöl ekki til neinna breytinga á svörum ESB.
Af framangreindu er ljóst að stjórnarflokkarnir báðir hafa brugðizt kjósendum sínum í þessu stóra máli þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur engum andmælum hreyft svo vitað sé.
Vísbendingar eru um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætli að láta hér við sitja. Framundan er landsfundur flokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvortsvæfingin mun einnig ná til landsfundar og hvort landsfundarfulltrúar láta gott heita.
Framsóknarflokkurinn ber hina stjórnskipulegu ábyrgð á afgreiðslu málsins og þar er sama sagan.
Það verður athyglisvert að fylgjast með því í kosningabaráttunni 2017 hvernig þessir tveirflokkar og frambjóðendur þeirra reyna að útskýra svik sín í málinu.
Nýjustu færslur
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 10
- Sl. sólarhring: 250
- Sl. viku: 1788
- Frá upphafi: 1182991
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 1572
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.