Leita í fréttum mbl.is

Ný rannsókn segir evruríki ver stödd en Ísland eftir kreppuna

Nýverið hélt doktorsnemi frá háskólanum í Limerick á Írlandi erindi hér á landi. Erindið hefur víst farið fram hjá flestum en niðurstöður rannsókna þessa doktorsnema eru þó afar athyglisverðar fyrir Íslendinga. 

Doktorsneminn, Hamid Raza, segir þannig að aðlögun eftir fjármálakreppuna hafi verið mun sársaukafyllri á Írlandi en á Íslandi og í Póllandi. Þar segir hann að evrusamstarfið sem Írar taki þátt í sé meginástæðan og það vegna þeirrar innri gengisfellingar sem landið hafi gengið í gegnum, svo sem launalækkanir og uppsagnir starfsmanna. 

Með orðum rannsakandans sjálfs hljóma niðurstöðurnar þannig á ensku:

Sovereign regimes can adjust through external devaluation (Iceland). Recovery in a currency union (Ireland) is more painful due to internal devaluation and has failed on practical grounds so far. Other contrasting examples are Poland and Greece.

Enn fremur segir rannsakandinn:

Policy Outcome in Currency union:

  • Confidence further shattered.
  • Internal devaluation (wage reductions) led to demand compression.
  • This has resulted in long-lasting recession.

Policy Outcome in Sovereign Regimes:

  • Domestic Demand compression due to crisis.
  • Currency devaluation has helped in adjustment e.g. Iceland and Poland.

Fleiri og fleiri átta sig á því hversu efnahagsstjórn getur verið erfið í ríkjum innan myntbandalags. Furðulegt samt hvað þetta getur farið hljótt í fjölmiðlum. Miðað við þessa niðurstöðu er mun betra að vera utan myntbandalags eins og evrusamstarfsins til að komast út úr fjármálakreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 827
  • Frá upphafi: 1117719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 729
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband