Leita í fréttum mbl.is

Norðmenn falla ekki fyrir fagurgala Cameron

styrmirNorðmenn láta sér fátt um finnast þótt Cameron forsætisráðherra Breta reyni að beita Norðmönnum fyrir sig í baráttu sinni við Evrópusambandið, annað hvort sem víti til að varast eða mögulegum samherja. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar um þetta á vef sínum og vitnar þar til greinar sem Katrhine Kleveland, formaður samtakanna Nei við ESB í Noregi, skrifar í breska blaðið Daily Telegraph.

Styrmir segir: 

Kathrine Kleveland: Utan ESB hafa Norðmenn frelsi til að velja sjálfir

 

Kathrine Kleveland, formaður samtakanna Nei við ESB í Noregi skrifar mjög athyglisverða grein í Daily Telegraph í tilefni af þeim orðum Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, að Bretar vildu ekki feta í fótspor Norðmanna og standa utanESB.

Í greininni segir hún að andstaðan við aðild Noregs að ESB sé meiri en nokkru sinni fyrr. Aðal röksemdin fyrir því að standa utan ESB sé sú að með því haldi Norðmenn sjálfstæði sínu svo og lýðræðishallinn innan ESB. Staða Noregs væri jafnframt sterkari með því að ganga út úr EES samstarfinu en gera í þess stað tvíhliða viðskiptasamning við ESB.

Kleveland minnir á að Norðmenn hafi tvisvar sinum hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum, 1972 og 1994. Nú séu 70% Norðmanna andvígir aðild. Mikilvægast er að með því að standa utan ESB haldi Norðmenn lýðræðislegum gildum sínum, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum.

Hún bendir á að þótt Brussel vilji líta á sig sem nafla alheimsins þá sé það ekki svo. Mikilvægasta alþjóðlega samstarfið á sviði umhverfismála, samstöðu og friðar fari fram utan vébanda ESB. Nágrannar Norðmanna, þ.e. Svíar, Danir og Finnar, sem allir eru aðilar að ESB hafi misst sæti sitt við samningaborðið, þar sem ESB semji fyrir þeirra hönd. Noregur taki þátt í slíku alþjóðlegu samstarfi, sem sjálfstætt ríki.

Þegar Norðmenn hafi fellt aðild í seinna skiptið hafi því verið haldið fram af aðildarsinnum að það mundi koma til efnahagslegs samdráttar og atvinnuleysis í Noregi. Á20 árum hafi komið í ljós að þeir spádómar hafi verið falskir spádómar. Norðmenneigi mikil viðskipti við Evrópuríki og atvinnuleysi sé mun minna í Noregi en í ESB-ríkjum.

Kleveland segir að þrátt fyrir EES-samninginn haldi Norðmenn sjálfstæði sínu á flestum sviðum sameiginlegrar stefnumörkunar ESB. Það eigi við um ESB sem tollabandalag og viðskiptasamninga við þriðju ríki. Í alþjóðlegum viðræðum um viðskiptamál komi ESB fram fyrir hönd allra aðildarríkja en rödd Norðmanna heyrist við það borð.

Og vegna þess að Noregur standi utan við sameiginlegu landbúnaðarstefnuna getiNorðmenn ákveðið landbúnaðarstefnu sína í samræmi við eigin þarfir. Og þar semNorðmenn standi utan við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna geti Norðmenn fundið það jafnvægi sem hentar þeim í fiskveiðum.

Norðmenn séu ekki aðilar að evrunni og geti þess vegna hagað peningastefnu sinni í samræmi við eigin hagsmuni. Norðmenn séu ekki aðilar að ESB og geti þess vegna ákveðið sína skatta sjálfir á sama tíma og ESB reyni að samræma skattlagningu allra aðildarríkja.

Sumir segi að vísu að vegna EES verði Norðmenn að samþykkja allar tilskipanir ESB. Staðreynd sé hins vegar sú, að flestar þeirra nái ekki til Noregs þrátt fyrir EES. Á tímabilinu2000 til 2013 hafi Norðmenn tekið upp 4723 tilskipanir og reglugerðir vegna EES. Á sama tíma hafi ESB-ríkin tekið upp í löggjöf 52183 slíkar tilskipanir. Af allri löggjöf ESBhafi einungis 9% ratað inn í EES-ríkin.

Að lokum bendir Kleveland á að með því að standa utan ESB hafi Norðmenn frelsi til að ákveða eigin vegferð heima og heiman. Þeir geti beitt ríkisfjármálastefnu og peningastefnu til þess að tryggja atvinnu og velferð þegna sinna, jafnvel á erfiðum tímum.

Að auki ráði þeir sem sjálfstætt ríki yfir auðlindum sínum. Utan ESB hafiNorðmenn frelsi til að velja sjálfir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 237
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1165234

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2233
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband