Mánudagur, 9. nóvember 2015
Veigamikil rök gegn evru
Það eru mörg rök gegn því að Íslendingar taki upp evru sem gjaldmiðil. Rökin eru fyrst og fremst af efnahagslegu tagi. Dýpstu og mikilvægustu rökin varða efnahagslega velferð íslensku þjóðarinnar til framtíðar. Þó er einnig hægt að sækja sér rök í sögulega þróun líkt og forsætisráðherra gerði nýlega þegar hann sagði að ef Ísland hefði verið hluti af ESB og með evru hefði íslenska ríkið komist í mun verri stöðu í hruninu en þó varð og í raun orðið gjaldþrota.
Yrðum við með evru í framtíðinni myndi hagur íslensku þjóðarinnar ráðast í mun meiri og hættulegri mæli en nú er af aðstæðum í Þýskalandi og öðrum kjarnaríkjum evrusvæðisins. Þar sem hagsveiflan hér á landi er allt önnur en þar gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar fyrir Ísland.
Önnur hagsveifla önnur peningastefna hentar
Hagsveiflan er allt önnur hér á landi en á evrusvæðinu. Það gerir það m.a. að verkum að Ísland og evrusvæðið er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði samkvæmt hagfræðilegri skilgreiningu. Þess vegna hentar ekki sama peningastefna. Afleiðingin gæti orðið ýmist mun meiri verðbólga hér á landi eða meira atvinnuleysi. Slík þróun hefur átt sér stað á Írlandi, Grikklandi og í öðrum jaðarríkjum evrusvæðisins og slíkt er að eiga sér stað í Finnlandi. Reyndar má minna á að evrusvæðið sjálft er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði sem sést á því að mikil gliðnun hefur átt sér stað í hagþróun á svæðinu frá því að evran var tekin upp. Verðþróun á útflutningsvörum og verðlag almennt hefur verið með mun hagfelldari hætti í Þýskalandi en víðast annars staðar. Það hefur haft það í för með sér að þýskar vörur hafa selst betur og meira, Þjóðverjar hafa safnað afgangi á viðskiptum við útlönd á meðan ýmsar aðrar evruþjóðir hafa búið við halla í viðskiptum við útlönd. Þjóðverjar hafa safnað eignum á meðan margar aðrar þjóðir hafa safnað skuldum og atvinnuástandi í Þýskalandi hefur verið með besta móti á meðan talsvert atvinnuleysi hefur verið víða annars staðar. Á suðurjaðri evrusvæðisins hefur atvinnuleysið verið upp undir 50 prósent meðal ungs fólks og á sumum svæðum, og ábilinu 20-30 prósent almennt, svo sem á Grikklandi og Spáni. Ef Ísland gerðist aðili að ESB og evru er mjög hætt við því að á nokkurra ára tímabili myndu vandamálin safnast upp með líkum hætti og gerst hefur á öðrum jaðarsvæðum Evrópu. Þar með yrði velferð íslensku þjóðarinnar stefnt í voða líkt og gerst hefur í Grikklandi, á Spáni og víðar.
Lægri vextir?
En hvað með vextina? Vextir eru jú miklu lægri á evrusvæðinu núna. Það er alveg rétt en ástæðan eru hinir gífurlegu erfiðleikar sem eiga sér stað á evrusvæðinu. Nýlega lýsti seðlabankastjóri ástandinu þannig að hækka þyrfti vexti hér á landi vegna þess að efnahagslífið væri knúið áfram af viljugum folum sem þyrfti að hemja. Ástandið er allt annað á evrusvæðinu. Þar eru ekki viljugir folar sem draga áfram efnahagslífið heldur staðir, óviljugir og þreyttir klárar sem mega muna fífil sinn fegurri. Þess vegna eru vextir á evrusvæðinu nánast í núlli og evrubankinn nánast gefur með lánum sínum til viðskiptabankanna í þeirri von að hægt verði að koma lánsfé til þeirra sem gætu nýtt það til að skapa atvinnutækifæri. Þrátt fyrir tilraunir í nokkur ár hefur ekki samt ekki tekst að blása lífi í glæður atvinnulífs á evrusvæðinu. Þess vegna eru vextir þar svo lágir.
Svo er rétt að hafa í huga að innan evrusvæðisins eru vextir til einstaklinga og fyrirtæja mjög misjafnir og alls ekki þeir sömu. Svokallaðir smásöluvextir fara eftir aðstæðum í fjármálalífi hvers lands. Þess vegna yrði ekkert sjálfgefið að vextir á lánum til einstaklinga og fyrirtækja hér á landi yrðu þeir sömu og hjá bönkunum í Finnlandi, hvað þá hjá stórbönkunum í Þýskalandi.
Það yrði stórhættulegt fyrir íslenska þjóð til lengdar að búa við sama gjaldmiðil og sömu peningastefnu og kjarnaþjóðirnar á miðju meginlandi Evrópu. Við sjáum það á hinum hrikalegu afleiðingum sem átt hafa sér stað í Grikklandi, á Spáni og við sjáum það á því sem er nú að gerast í Finnlandi.
Þess vegna þurfum við að treysta á okkur sjálf og alls ekki gefa eftir yfirráðin í gjaldmiðilsmálum til stofnana og embættismanna í Frankfurt og Brussel.
Nýjustu færslur
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
- Ekki af baki dottnir
- Uppskrift að eitri allra tíma
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 99
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 2456
- Frá upphafi: 1182506
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 2147
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.