Leita í fréttum mbl.is

Embættismenn á eigin vegum?

malstromÞað er löng leið frá fólkinu til þeirra sem sjá um framkvæmd mála í ESB. Lítið dæmi um það eru ummæli Ceciliu Malmström, fulltrúa Svía í framkvæmdastjórn ESB, framkvæmdastjóra viðskiptamála, sem segist ekki þiggja umboð sitt frá fólkinu í ESB-löndunum heldur frá ráðherraráði ESB þegar hún semur um alþjóðaviðskiptasamninginn TTIP sem valdið hefur mikilli andstöðu meðal fólks í álfunni.

Starfsmenn og embættismenn ESB starfa oft í eigin heimi - fjarri heimi venjulegs fólks. Það má velta því fyrir sér hvort þetta gildi um embættismenn almennt. Fundurinn sem Dögun hélt á dögunum um annan alþjóðlegan viðskiptasamning, TISA, vekur upp spurningar um þetta. Þar kom í ljós að embættismenn ríkisins eru að vinna að alþjóðlegum samningi um þjónustuviðskipti sem getur komið til með að hafa mikil áhrif án þess að stjórnmálamenn geri sér almennt grein fyrir málinu eða hafi mikla vitneskju um það.

Þetta vekur allt upp spurningar um það hvort umboðskeðjan frá almenningi til embættismanna sé ekki það löng og krókótt að varla er hægt að tala um raunverulegt lýðræði lengur, sérstaklega í ljósi þess að gegnsæi þegar kemur að vinnu embættismanna er oft takmarkað af ýmsum reglum og venjum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 120
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 2055
  • Frá upphafi: 1184462

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 1771
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband