Leita í fréttum mbl.is

Ánægjan með ESB mælist í lágmarki

Svo hljóðar fyrirsögn á visi.is í dag. Þar segir ennfremur:

Minnst ánægja með Evrópusambandið mælist meðal íbúa Grikklands, Frakklands og Spánar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá bandaríska Pew-rannsóknarfyrirtækinu.

Íbúar í tíu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins voru spurðir út í afstöðu sína til sambandsins. Greinilegt er að ánægjan með sambandið hefur dvínað mjög á síðustu misserum.

Einungis 27 prósent Grikkja, 38 prósent Frakka og 44 prósent Breta segjast hafa jákvætt viðhorf til ESB.

Eftir tvær vikur ganga Bretar til kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stundum hafa þeir mælst í meirihluta sem vilja yfirgefa ESB, en stundum hinir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB.

David Cameron forsætisráðherra lofaði því fyrir þingkosningar á síðasta ári að ná samningum við Evrópusambandið sem styrki stöðu Bretlands og efna síðan til atkvæðagreiðslu um útgöngu.

Sjálfur hefur hann barist fyrir því að Bretland verði áfram í ESB á þessum nýju forsendum, sem hann samdi um fyrr á árinu. Andstæðingar aðildar koma ekki síst úr hans eigin flokki, Íhaldsflokknum, og hefur sú innanflokksandstaða ekkert dvínað þótt Cameron stæri sig af að hafa náð fram flestu því sem hann gerði kröfur um í samningi sínum við ESB.

Almennt eru íbúar annarra aðildarríkja þeirrar skoðunar að útganga Bretlands yrði slæm fyrir Evrópusambandið. Af þeim níu þjóðum, sem spurðar voru líst Svíum verst á útgöngu Bretlands. 89 prósent Svía telja það verða slæmt fyrir ESB.

Hins vegar er mest ánægjan með útgöngu Bretlands í Frakklandi, þar sem 32 prósent aðspurðra segja að hún yrði ESB til góðs.

Almennt eru kjósendur hægri flokka haldnir meiri efasemdum um ESB en kjósendur vinstri flokka, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Á Grikklandi, Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni er mest andstaða við það hvernig ESB hefur tekið á efnahagsmálum, enda hafa efnahagsörðugleikarnir orðið mestir í þessum löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 63
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 2175
  • Frá upphafi: 1112217

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1952
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband