Leita í fréttum mbl.is

ESB á móti þjóðaratkvæðagreiðslum

Það er merkilegt að fylgjast með umræðunni í Bretlandi og Þýskalandi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi um útgöngu úr ESB. Ýmsir í Bretlandi, ekki hvað síst fylgismenn Verkamannaflokksins, og í Þýskalandi, svo sem forseti þeirra nú, halda því fram að þjóðaratkvæðagreiðsla henti ekki í svo stóru máli sem aðild að ESB er. Forseti Þýskalands virðist telja að atkvæðagreiðslur þeirrar tegundar henti betur á sveitarstjórnastiginu.

Um þetta má ýmislegt segja. Forkólfar ESB og fylgjendur ESB-aðildar í ýmsum löndum hafa oftar og heldur viljað að kjörnir fulltrúar, sem oft eru mótaðir af stjórnmálamenningu og valdaelítu hvers lands, ákveði örlög stærri ESB-mála fremur en þjóðir viðkomandi landa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vissulega eru á þessu undantekningar, en þær hræða valdaelítuna í Brussel þar sem niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur oft ekki verið henni að skapi.

Í þjóðaratkvæðagreiðslum um ESB-mál er að jafnaði kosið um tvo kosti. Í Bretlandi var kosið um það að vera úti eða inni. Það var aðeins tvennt í boði. Það var ekkert um það að ræða að vera í dyragættinni og með annan fótinn inni og hinn inni. Þegar um tvo ósamrýmanlega kosti er að ræða er erfitt að koma fyrir málamiðlunum eins og forkólfar fulltrúalýðræðisumræðunnar halda fram að þurfi í þessu samhengi. Í Bretlandi segja nú ýmsir þeir sem urðu undir í atkvæðagreiðslunni að breska þingið þurfi að taka málið til sín því fulltrúalýðræðið sé betur til þess fallið að miðla málum og gæta ólíkra sjónarmiða. Þeir sem halda þessu fram vita sem er að pólitískt kjörnir fulltrúar sem hafa hlotið innrætingu frá valdastofnunum í Brussel og öðrum álíka eru síður líklegir til að vilja segja nei við aðild að ESB eða að yfirgefa ESB eftir að þangað inn er komið. Þessir aðilar vilja að ESB-valdið haldi í spottana eins fast og eins lengi og unnt er. Þetta er bara eðli þeirrar stofnanatregðu sem við öll þekkjum. Þetta er hins vegar ekki í boði vegna eðlis þeirra valkosta sem um er að ræða. Þetta hefur breska ríkisstjórnin nú viðurkennt með aðgerðum sínum eftir kosninguna. Það er nefnilega eðlilegasta leiðin, þegar um tvo eða fleiri ósamrýmanlega kosti er að ræða, að láta kjósa um þá. Aðeins þannig er hægt að fá niðurstöðu því að málamiðlun er ekki í boði. Kosningar eru nefnilega lýðræðisleg leið til að skera úr um þegar ekki er lengur hægt að komast að niðurstöðu með samræðum. 

Þetta gildir að ýmsu leyti um ESB-ferlið hér á landi. Þjóðin hefur aldrei verið spurð nema í skoðanakönnunum og þá hefur slíkri aðild oftast og lengstum verið hafnað með miklum mun. Forsprakkar aðildar vilja hins vegar fara fulltrúalýðræðisleiðina eins lengi og hægt er til að mjaka okkur smám saman inn í ESB, nota hina margfrægu "koníaksaðferð" Jean Monnet. Þjóðin var ekki spurð um EES og hún var heldur ekki spurð áður en umsókn var send árið 2009.

Það virðist því nokkuð ljóst að helstu fylgjendur ESB-aðildar hafa til þessa heldur viljað fara leið fulltrúalýðræðisins vegna þess að það er viðráðanlegri leið til að þóknast ESB-hugmyndum þeirra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Kemur það eitthvað á óvart? Það liggur í hlutarins eðli að umboðslausu beurokratarnir í Brussel vilja yfir höfuð ekkert lýðræði. 

Hrossabrestur, 21.7.2016 kl. 20:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þýðir að þeir eru alltaf tortryggðir,sem einhvern tíma hafa litið inn í musteri Búrókratanna.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2016 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 89
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 2458
  • Frá upphafi: 1165086

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 2093
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband