Leita í fréttum mbl.is

Umsóknin að ESB formlega dregin til baka

Þá er Sviss búið að klára málið. Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir Ísland að klára þetta líka.

Svo segir í frétt í mbl.is:

Sviss­nesk stjórn­völd hafa sent Evr­ópu­sam­band­inu bréf þar sem form­lega er til­kynnt að um­sókn Sviss um inn­göngu í sam­bandið frá ár­inu 1992 sé dreg­in til baka.

Bréfið var sent í lok síðasta mánaðar og und­ir­ritað af Johann Schnei­der-Amm­ann, for­seta sam­bands­ráðs Sviss, og Walter Thurn­herr, kansl­ara rík­is­ins. Sviss­neska dag­blaðið Blick grein­ir frá þessu. Vísað er til þess í bréf­inu að bæði neðri og efri deild sviss­neska þings­ins hafi fyrr á þessu ári samþykkt að um­sókn­in yrði dreg­in til baka.

Sviss sótti um inn­göngu í Efna­hags­banda­lag Evr­ópu, for­vera Evr­ópu­sam­bands­ins, fyr­ir tæp­um ald­ar­fjórðungi. Sviss­nesk­ir kjós­end­ur höfnuðu nokkru síðar aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæði og var um­sókn­in þá sett til hliðar og ekki form­lega dreg­in til baka fyrr en nú.


mbl.is Umsóknin formlega dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Evrópusambandið hopar eins og ískaldir jöklar norðursins. Það þarf ekki vísindamenn til að segja almenningi að jöklar bráðna vegna hlýnunar,afleiðingu aukins hita á jörðinni. Fyrir 25 árum giska ég að ESB. hafi verið funheitt af fyrirheitum,en hopar nú vegna ískaldra vandlætinga sambandssinna og nágranna þeirra. Einhversstaðar á leiðinni varð til ný draumsýn sem gengur ekki upp hjá herlausu sambandi!?

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2016 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband