Leita í fréttum mbl.is

Ómar, Stefán og Egill vilja ESB-málin á ís

Ómar Ragnarsson vill setja ESB-málin á ís. Ómar segir

Ţađ er óvissa ríkjandi í málefnum ESB og almennt á Vesturlöndum, sem veldur ţví, ađ kannski verđur ţađ útgönguleiđ til ađ mynda ríkisstjórn ađ fresta málinu um sinn, annađ hvort í einhvern tiltekinn tíma eđa í ótiltekinn tíma, og sjá hvađ setur. 

Undirskriftasöfnunin "Variđ land" 1974 varđ til ţess ađ ţegar vinstri stjórnir eftir ţađ voru myndađar, var hermálinu ýtt á undan sér. 

Ef andstađan viđ inngöngu fer áfram vaxandi og ţeim, sem vilja ganga í ESB, fer fćkkandi, er kannski best ađ staldra viđ og fresta málinu um sinn. 

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfrćđi segir ţađ tímasóun fyrir nćstu ríkisstjórn ađ halda áfram međ ESB-umrćđuna. Stefán segir:

Ţjóđaratkvćđi um endurupptöku ađildarviđrćđna viđ ESB er hins vegar ekki brýnt mál. ESB hefur ákveđiđ ađ taka ekki fleiri ađildarríki inn á nćstu 4-5 árum. Muniđ ţađ!

ESB-ađildarviđrćđurnar ćttu ţví klárlega ađ vera áfram á ís. Annađ er bara tímasóun og fóđur fyrir sundrungu. Ţetta mál skemmdi mikiđ fyrir vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms og engin ástćđa er til ađ endurtaka ţann leik nú.

Egill Helgason varar viđ ţví ađ gera atkvćđagreiđslu um áframhald viđrćđna viđ Evrópusambandiđ ađ frágangsatriđi í stjórnarmyndun. Egill segir:

Enn ríkir stöđnun í efnahagskerfi Evrópu og vandamál Grikklands eru óleyst. Ţar hefur Evrópusambandiđ reynst úrrćđalaust – einn vandinn er sá ađ hagsmunir efnahagsveldisins Ţýskalands fara illa saman viđ hagsmuni ríkjanna viđ Miđjarđarhaf. Í ţessu efni hefur evran reynst vera dragbítur.

...

Ţađ gćti vel fariđ svo ađ Evrópusambandiđ verđi álitlegri kostur eftir nokkur ár – en svo getur ţađ líka gerst ađ Íslendingar verđi enn meira afhuga ađild. Ţađ veltur bćđi á ţróun heimsmála og ţví hvernig Evrópusambandinu tekst ađ leysa vandamál sín. Nćstu misseri eru varla tíminn til ađ deila um ţađ eđa greiđa atkvćđi – óvissan er einfaldlega of mikil.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allir ţessir herramenn vita sem er ađ umsóknin verđur ekki endurvakin fyrr en búiđ er ađ gera gagngerar breytingar á stjórnarskrá, ţ.á.m. ađ leyfa framsal ríksisvalds.

Áherslan verđur ţví á stjórnarskrárbreytingar fyrst um sinn. Ef menn ćtla ađ endurvekja umsóknina strax, ţá munu koma í ljós órjúfanleg tengsl ţessara tveggja mála og ţađ má almenningur ekki sjá.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2016 kl. 17:22

2 identicon

Breitingar á stjórnarskrá eru landráđ.  Slíkar breitingar, verđa aldrei gerđar á "réttmćtan" hátt. Ţannig ađ lögin verđa "túlkuđ" eftir ţótta, til ađ fá ţessu framgengt ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 17.11.2016 kl. 19:19

3 identicon

 Ţér finnst sjálfsagt ég taka hárt á árinni, međ ađ segja landráđ.  En viđ ţekkjum sögu landsins.  Ađ hagsmunahópar landsins, skuli "leyft" ađ sniđganga lögin, breyta stjórnarskránni ... á kostnađ komandi kynslóđa.  Eru ekkert annađ, en hrein landráđ.  Landráđ, sem börn og barnabörn núverandi manna verđa ađ súta fyrir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 17.11.2016 kl. 19:35

4 Smámynd: Elle_

En af hverju eru menn einu sinni ađ rćđa ţetta mál?  Hví ćtti okkur ekki ađ vera sama hvađ ţeim finnst um ađ setja máliđ á ís, kannski best ađ fresta og staldra viđ um sinn, og loks vegna ţess ađ ESB er ekki ađ fara ađ taka ríki inn?

Elle_, 17.11.2016 kl. 20:41

5 Smámynd: Elle_

Frekar áberandi hvađ orđalagiđ kannski og fresta og staldra viđ og um sinn var veiklulegt.

Elle_, 17.11.2016 kl. 21:02

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í núverandi stjórnarskrá er ekki hindrun á inngöngu, enda gengum viđ ljúflega inn í EES á sínum tíma. 

Ţađ hefđi ekki getađ gerst ef nýja stjórnarskráin hefđi gilt. 

Á tíma núverandi stjórnarskrár höfum viđ afsalađ hluta ríkisvalds oftar en tölu verđur komiđ á. Núna á laugardaginn verđa rétt 70 ár síđan viđ gengum í Sameinuđu ţjóđirnar. 

Ţar áđur höfđum viđ gerst ađilar ađ Alţjóđa flugmálastofnuninni og eftir 1946 komu NATO 1949, Varnarsamningurinn viđ Bandaríkin 1951, EFTA 1970, ađild ađ Hafréttarsáttmála Sţ, Mannréttindasáttmála Sţ, Mannréttindadómstólnum í Strasborg, barnasáttmála SŢ, RÍÓ sáttmálnum 1992, Kyoto samkomulaginu 1999, Árósasamningum 2013 o.s.frv.   

Ómar Ragnarsson, 17.11.2016 kl. 22:51

7 Smámynd: Elle_

Ómar, ţađ er ekki ţađ sama ađ gerast ađili ađ bandalagi međ sáttmálum eđa vera undir stjórn bákns sem setur ríki okkar lög.  Skil ekki af hverju hugsandi menn halda ţessu enn fram.

Elle_, 18.11.2016 kl. 10:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 207
  • Sl. sólarhring: 467
  • Sl. viku: 2687
  • Frá upphafi: 1164894

Annađ

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 2308
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband