Leita í fréttum mbl.is

Páll Magnússon með réttu spurninguna í ESB-málinu

pall_magnusson_3Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir Ísland betur sett utan ESB og að krónan gagnist okkur vel í viðtali við blaðið Suðra. Viðtalið er endurbirt á Pressunni.

Meðfylgjandi er sá hluti viðtalsins þar sem Páll lýsir afstöðu sinni varðandi ESB og framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar. Það er Björgvin G. Sigurðsson, ritstjóri Suðra, sem er spyrjandinn.

 

Getum lifað ágætu lífi með krónunni 

Nú er óhætt að segja að viðkæmur og kvikur gjaldmiðill sé ástæða þess að margir vilja færa sig frá auka-aðildinni að ESB og ganga í sambandið, geta þá tengt krónu við evru eða tekið upp evru síðar. Hver er þín skoðun á þeim málum, getum við búið við minnsta gjaldmiðil í heimi án hafta og stýringar? 

„Ég held að við getum lifað hér ágætu lífi með krónunni og hún hefur beinlínis hjálpað okkur við að ná þeim ótrúlega viðsnúningi sem orðið hefur hér í efnhagsmálum frá hruni; miklu hraðari og betri en t.d. í þeim evru-löndum sem urðu fyrir svipuðum hremmingum og við. Við þurfum hins vegar að ná betri tökum á ýmsum þáttum sem leiða meðal annars af sér miklu hærri raunvexti hér en í nágrannalöndunum. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar hvorki rétta né eina leiðin til þess - og ég tel Ísland miklu betur sett utan þess en innan; sérstaklega núna þegar fullkomin óvissa ríkir um hvernig sambandið mun þróast eftir útgöngu Breta, sem er auðvitað ein mikilvægasta viðskiptaþjóð okkar Íslendinga.“

En á þjóðin að greiða atkvæði um framhald viðræðnanna við ESB, og kjósa síðan um endanlegan samning, er það ekki lýðræðisleg leið að umdeildu máli sem gengur þvert á flokka?

„Ef þjóðin á að greiða atkvæði um eitthvað þá er það um hvort hún vill sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Skilmálarnir liggja fyrir og eru óumsemjanlegir. Þetta er margvottað og margstaðfest af Evrópusambandinu sjálfu. Það eina sem hægt er að semja um er með hvað hraða þessir skilmálar taka gildi - innan þröngra marka þó. Síðasta ríkisstjórn fór í þessa vegferð umboðslaus og án þess að spyrja þjóðina - og henni dugði ekki heilt kjörtímabil til þess einu sinni að opna þá kafla sem voru þó eiginlega þeir einu sem þurfti að semja um, það er sjávarútvegur og landbúnaður. Það er bara ein rétt leið í þessu máli: ef meirihluti Aþingis vill sækja um aðild að Evrópusambandinu þá spyr hann þjóðina hvort hún sé sama sinnis. Ef meirihluti þjóðarinnar segir já þá sækir Ísland um aðild. Annars ekki. Það er ekkert til sem heitir að sækja um viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Það er ótrúlegt að það skuli enn vera stjórnmálamenn á Íslandi sem halda þessu fram þrátt fyrir að Evrópusambandið sjálft sé margbúið að hafna þessum skilningi.“

Greinin birtist fyrst í Suðra. Blaðið má lesa hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eg man eftir að Páll Magnússon hafi nokkrum sinnum, ef ekki oft, verið sakaður um að vera ESB-sinni meðan hann var fréttamaður RUV. Skil ekki alveg hvaðan það kom. Það er nú langt síðan það kom fram að hann var það ekki, en ekki fyrr en eftir að hann hætti við RUV að ég viti. 

Og já, ég sagði sakaður um;) Og finnst það frekar ranglátt. Lætur mann halda að aðrir fréttamenn RUV hafi verið hafðir fyrir rangri sök og oftar en einu sinni.

Elle_, 26.11.2016 kl. 22:19

2 Smámynd: Hrossabrestur

Því var allavega oft haldið fram að Páll væri ESB sinni meðan hann var útvarpsstjóri, ég minnist þess aðeins að hafa heyrt hann tjá sig um það eftir að hann hætti í því starfi og þá á þann veg að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan ESB, spurning hvort hann hafi nokkuð viljað opinbera sína persónulegu skoöun á því meðan hann var útvarsstjóri til að gæta hlutleysis.

Hrossabrestur, 26.11.2016 kl. 23:08

3 Smámynd: Elle_

Já hann var sakaður um það meðan hann var útvarpsstjóri. Og ég held það hafi nefnilega verið þannig að hann hafi ekki viljað opinbera það, eðilega ekki, meðan hann var útvarpsstjóri.

Elle_, 27.11.2016 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2376
  • Frá upphafi: 1165004

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband