Leita í fréttum mbl.is

ESB er skattaskjól

Tvö kjarnaríki ESB, þ.e. Holland og Lúxemborg, eru meðal helstu skattaskjóla í heiminum. Írland og Kýpur eru þar einnig ofarlega á lista. Juncker, núverandi formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var lengi forsætisráðherra í Lúxemborg. Það segir sitt um stjórnarhætti helsta forystumanns ESB. Skattaskjólið í Lúxemborg hefði ekki getað viðhaldist án vitundar og velvilja hans.

Mbl.is greinir svo frá:

Fjög­ur ríki í Evr­ópu­sam­band­inu eru á meðal fimmtán helstu skatta­skjóla sem fyr­ir­tæki nýta sér sam­kvæmt nýrri skýrslu mann­rétt­inda­sam­tak­anna Oxfam sem beita sér gegn fá­tækt í heim­in­um. Skýrsl­an var birt í dag en rík­in eru Hol­land, Lúx­em­borg, Kýp­ur og Írland.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að rík­in stuðli að því að stór­fyr­ir­tæki geti komið sér und­an skatt­greiðslum í mikl­um mæli þrátt fyr­ir til­raun­ir Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að koma í veg fyr­ir slíkt. Bermúda er í efsta sæti list­ans. Hol­land er í þriðja sæti, Írland í sjötta sæti, Lúx­em­borg í sjö­unda sæti og Kýp­ur í tí­unda sæti.

1. Bermúda
2. Caym­an-eyj­ar
3. Hol­land
4. Sviss
5. Singa­púr
6. Írland
7. Lúx­emburg
8. Curaçao
9. Hong Kong
10. Kýp­ur
11. Bahama-eyj­ar
12. Jers­ey
13. Barbados
14. Má­ritíus
15. Bresku jóm­frúareyj­ar


mbl.is Fjögur skattaskjól innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skal nefnt að langflestar aflandseyjar hér í heimi eru undir lögsögu breta Hollendinga og Frakka.

Eitt og annað vantar inn í þennan lista eins og Monaco og Andorra, Gurnsey og Isle of Man. Skattaskjól evröpusambandsins og evrópu per se, eru miklu fleira en þarna er upp talið.

Ég nefndi þetta allt kurteislega þegar Sigmundur kallin sat undir árásum frá góða fólkinu og esb-fílunum. Það þóttu ekki góðar tvíbökur. Enginn vildi heyra á þetta minnst. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 21:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert að jefna svona ef það næði að ergja einhvern hreintrúaðann að Þýskaland sjálft er ein allsherjar skattaparadís með aðeins 2.8% af tekjum sínum frá skatti á fyrirtæki. Miklu betra en Írland, sem nú er undir stjórn AGS.

Það er mikil hræsni og fáfræði sem umlykur alla umræðu um þessi mal og fyndnast er það þegar evrópuþingið sýpur hveljur af heilagri hneykslan yfir panamapappírunum þar sem nöfn örfárra handvalinna aðila með smáaura viru birt í pólitískum tilgangi.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 21:11

3 Smámynd: Elle_

Núna eru allir ESB-sinnarnir komnir í felur eins og moldvörpur.  Hvaða skýringar væru þeir annars með um himnaríkið ef þeir læsu hann?

Elle_, 13.12.2016 kl. 22:39

4 Smámynd: Elle_

Hann vísaði í pistilinn.

Elle_, 13.12.2016 kl. 22:41

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gnísti tönnum yfir þessum andskotans hræsnurum. Minnispunktur um þjóðaröryggisráð kom upp í hugann og ég leitaði til Google. Það var stofnað 1.sept 2016.þar segir að utanríkisráherra,Lilja Alfreðsdóttir vilji athuga hvort kalla þurfi það saman vegna njósnara Sigmundar Davíðs,þannig er það orðað en las eingöngu heim að því.

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2016 kl. 01:35

6 identicon

Í fréttinni segir :

"Fram kemur á fréttavefnum Euobsercer.com að ríkin stuðli að því að stórfyrirtæki geti komið sér undan skattgreiðslum í miklum mæli þrátt fyrir tilraunir Evrópusambandsins til þess að koma í veg fyrir slíkt."

Þetta segir manni að frelsi ríkja ESB er meira heldur en margur hér heldur fram....

Snorri (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 13:07

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fjórfrelsið er hannað fyrir stórfyrirtæki, svo þeir geti skráð sig þar sem skattaumhverfið er hagstæðast. Í rikjabandalagi þar sem þriðjungur þjóðanna er eða hefur skattaskjól í lögsðgu sinni, segir það sig sjálft að allt tal um að menn séu að reyna að komast  fyrir skarraundanskot bara hlægilegt yfirklór og hræsni.

Rétt að bæta Möltu á þennan lista svona i leiðinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2016 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 41
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 992034

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband