Leita í fréttum mbl.is

Krónan er jafngild evrunni

... báðar eru „vegan“.

 

Mbl.is segir svo frá:

 

Nýr fimm­tíu evru seðill fór í um­ferð í gær en hann er bú­inn ýms­um upp­færðum ör­yggis­atriðum auk þess sem hann er veg­an.

Ef seðill­inn er bor­inn upp við ljós birt­ist mynd af gríska goðinu Evr­ópu á vinstri hlið. Seðill­inn er prentaður á bóm­ullarpapp­ír og ekki húðaður með tólg, sem er hörð dýrafita. Það vakti mikla at­hygli og tölu­verða reiði hjá dýra­vernd­ar­sinn­um og ýms­um trú­ar­hóp­um þegar upp komst að nýr fimm punda seðill í Bretlandi var húðaður með tólg. Í kjöl­farið var haf­in und­ir­skrifta­söfn­un þar sem 130 þúsund manns skoruðu á breska seðlabank­ann að end­ur­skoða þetta. Brást bank­inn við beiðninni og sagði að pálma­ol­ía yrði fram­veg­is á seðlun­um. Hef­ur þetta í kjöl­farið verið end­ur­skoðað víðar.

Alls eru um níu millj­arðar af 50 evru seðlum í um­ferð og eru það fleiri en all­ir fimm, tíu og tutt­ugu evru seðlar sam­an­lagt. 

Auðveld­ara á að vera að koma auga á falsaða seðla eft­ir upp­færsl­una og hvet­ur evr­ópski seðlabank­inn fólk til þess að at­huga það í þrem­ur skref­um: leita eft­ir upp­hleyptu letri, finna mynd­ina af Evr­ópu og skoða vatns­merkið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Seðlabanka Íslands eru eng­ar dýra­af­urðir notaðar á ís­lenska seðla og eru þeir því einnig 100% veg­an.


mbl.is Nýja evran er vegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullið sem vellur upp úr Heimssýn. Er Heimssýn í andaslitrunum?

Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.4.2017 kl. 19:04

2 Smámynd:   Heimssýn

Það er bara verið að vitna í fréttina sem fylgdi með, Haukur. Það er ágætt að lesa svolítið áður en maður hreytir ónotum. 

Heimssýn, 5.4.2017 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 1746
  • Frá upphafi: 1176919

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1584
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband