Miðvikudagur, 19. apríl 2017
Aukið samstarf við Norðurlönd og endurskoðun EES-samnings
Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, ritaði athyglisverða grein sem birt var í Morgunblaðinu 6. april síðastliðinn. Þar segir hann þá skoðun sína að í ljósi breyttrar stöðu alþjóðamála sé rétt fyrir Íslendinga að endurmeta EES-samstarfið og jafnframt leitast eftir nánari samskiptum við Norðurlönd.
Það sem einkum hefur haft áhrif á stöðu alþjóðamála er Brexit, breytt valdajafnvægi stórvelda og óvissa eftir húsbóndaskipti í Bandaríkjunum, þróun í Austur-Asíu og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hjörleifur segir um þetta í Morgunblaðinu 6. apríl 2017:
Frá því kaldastríðið var í algleymingi á öldinni sem leið hefur ekki ríkt jafn mikið óvissuástand í alþjóðamálum eins og nú um stundir. Eftir húsbóndaskiptin í Hvíta húsinu og úrsögn Breta úr Evrópusambandinu einkennast samskipti helstu Natóríkja af vaxandi tortryggni. Kína er að verða risaveldi sem býður Bandaríkjunum birginn á alþjóðavettvangi og Indland siglir hraðbyri í kjölfarið. Við bæði þessi Asíuveldi hefur Rússland vaxandi samskipti sem styrkir stjórn Pútíns gagnvart tilraunum NATÓ til að einangra þetta gamla stórveldi viðskiptalega og hernaðarlega. Tyrkland sem lengi hefur verið á biðlista eftir ESB-aðild aðild stefnir nú hraðbyri til einræðis og í Suður-Kóreu er fyrrverandi forseti landsins orðinn tugthúslimur vegna spillingar. Í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hefur Assad með stuðningi Rússa náð frumkvæði í flókinni stöðu eftir gífurlegar mannfórnir. Þetta og margt fleira ber vott um að alþjóðakerfi gærdagsins er í uppnámi og yfirburðastaða vesturveldanna frá lokum kalda stríðsins undir forystu Bandaríkjanna er nú aðeins svipur hjá sjón. Samhliða þessu vex hættan á að vopnuð staðbundin átök fari úr böndunum og geti breyst í allsherjarbál í kjarnorkuvæddum heimi.
Þá segir Hjörleifur um Brexit og Evrópusambandið:
Evrópusambandið hefur í mörg undanfarin ár átt við mikla erfiðleika að stríða af efnahagslegum toga og vegna innbyrðis ósættis um hvert skuli stefna í samstarfi aðildarríkja. Evran hefur reynst nær óbærileg spennitreyja fyrir mörg af þeim ríkjum sem nýta hana sem sameiginlegan gjaldmiðil. Ljósasta dæmið er Grikkland sem haldið hefur verið uppi með alþjóðlegum neyðarlánum og berst enn í bökkum. Efnahagsleg stöðnun og gífurlegt atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur dregið stórlega úr stuðningi almennings við ESB sem í liðinni viku hélt upp á sextugsafmæli Rómarsamningsins frá 1957. Úrsögn Breta úr sambandinu sem nú er orðin staðreynd er fordæmalaus viðburður í sögu þess. Eftirmálin sem nú hefjast munu reyna á báða aðila næstu árin og verða jafnframt prófsteinn á samheldni ríkjanna 27 sem glíma innbyrðis við fjölmörg vandamál og hafa ólíka afstöðu, m.a. um frekari samruna og viðbrögð við flóttamannastraumnum úr suðri. Hvert þessara landa þarf að fallast á viðræðugrundvöll ESB við Breta sem og á lokaniðurstöðu samninga um útgöngu. Af hálfu þeirra sem móta stefnuna í Brussel er lögð áhersla á ströng skilyrði fyrir útgöngu, ekki síst til að fæla önnur ríki frá því að fylgja fordæmi Breta.
Um stöðu Íslands og samskipti Norðurlanda segir Hjörleifur:
Þegar til skoðunar voru 1990 framtíðartengsl Íslands við Evrópubandalagið í nefnd á vegum Alþingis skilaði ég sem fulltrúi Alþýðubandalagsins ítarlegu áliti. Meginafstaða mín hvað Ísland varðaði var að halda óháðri stöðu gagnvart efnahagsbandalögum en leita sem hagstæðastra samninga við slík bandalög í Evrópu, Norður-Ameríku, Austur-Asíu og víðar. Þegar aðild að Evrópsku efnahagssvæði (EES) kom á dagskrá stuttu síðar taldi ég hana veikja stöðu Alþingis sem löggjafa með óviðunandi hætti og ekki samrýmast stjórnarskrá okkar. Ég er enn sömu skoðunar og að rétt sé á næstunni að endurmeta EES-samstarfið, m.a. með hliðsjón af útgöngu Breta. Æskilegt er jafnframt að Norðurlönd leiti leiða til að efla til muna samskipti sín á milli í ljósi sviptinga á alþjóðavettvangi og setji í öndvegi sameiginlega baráttu fyrir heimsfriði, jöfnuði og umhverfisvernd.
Nýjustu færslur
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
- Guðmundur Ásgeirsson bendir réttilega
- Lýðræðisleg leið til afnáms lýðræðis
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Í...
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Vaxtavitleysa
- Er stefnan eintóm blekking?
- Um hvað snýst málið?
- Á Seltjarnarnesi
- Að fá einhverja aðra til að stjórna
- Vindhögg
- Bjarni bilar ekki
- Er ekki bara best að banna meira?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 17
- Sl. sólarhring: 454
- Sl. viku: 1772
- Frá upphafi: 1162224
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 1586
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.