Leita í fréttum mbl.is

Economist segir Ţýskaland ógn viđ heimshagkerfiđ

Í leiđara í tímaritinu Economist 8. ţessa mánađar var fjallađ um ţýska vandamáliđ eins og leiđarahöfundur kallar ţann vanda sem efnahagsstjórnin í Ţýskalandi veldur hagkerfi heimsins. Vandinn felst međal annars í of miklum sparnađi einkaađila og opinberra ađila í Ţýskalandi sem, ásamt öđru, hefur í för međ sér gífurlegan viđskiptaafgang og auđsöfnun. Leiđarahöfundur segir ađ međ ţessu sé Ţýskaland mesta ógnin fyrir frjáls viđskipti í heiminum. 

Ţađ er hins vegar dálítiđ fyndiđ ađ leiđarahöfundur Economist skuli hoppa yfir risavaxinn vanda sem efnahagsstefna Ţýskalands veldur međal nágrannaríkjanna í evrussamstarfinu. Leiđaraöfundur ţessa rits, sem stundum virđist stunda evrutrúbođ, fjallar ekkert um ţađ sem er ein meginástćđan fyrir ţessum vanda sem er ţađ skrúfstykki sem evrusamstarfiđ heldur ríkjum í. Eftir ađ ţađ samstarf var tekiđ upp hefur Ţjóđverjum tekist ađ halda aftur af launahćkkunum og kostnađi í framleiđsluiđnađi. Atvinnurekendur og verkalýđshreyfingin hefur tekiđ höndum saman um ađ halda kostnađi niđri - og ţar tekist miklu betur en atvinnurekendum og verkalýđsforystu í nágrannaríkjunum. Ţetta hefur haft ţađ í för međ sér ađ verđbólga á flesta mćlikvarđa hefur veriđ minni í Ţýskalandi en í samkeppnislöndum, Ţjóđverjar hafa getađ selt útflutningsafurđir sínar á lćgra verđi en nágrannalöndin og fyrir vikiđ hefur viđskiptaafgangur veriđ vaxandi hjá Ţjóđverjum á međan viđskiptahalli hefur veriđ viđvarandi vandamál hjá Ítölum og nokkrum öđrum ríkjum á jađri evrusvćđisins. Vandann er ekki hćgt ađ leysa međ gengisađlögun sem er ein eđlilegasta leiđin til ađ draga úr vandanum af ţví ađ ríkin eru föst í evrusamstarfinu. Jađarríkin safna skuldum og búa viđ meira atvinnuleysi en Ţjóđverjar. Ć stćrri hluti ungs fólks kemst aldrei inn á vinnumarkađinn. Ţessi mismunandi samkeppnisstađa sýnir í hnotskurn ađ markmiđin međ evrusamstarfinu hafa ekki gengiđ upp, ţ.e. ađ verđţróun yrđi sem líkust og efnahagsţróun fćrđist almennt í sama fariđ. Gríđarlegur viđskiptaafgangur Ţjóđverja heldur öllu í heljargreipum, ekki bara á evrusvćđinu, heldur í öllum heiminum, eins og leiđarahöfundur Economist bendir á. 

Viđbrögđin viđ ţeim vanda sem Ţýskaland veldur eru ţau ađ Seđlabanki evrunnar gefur nánast peninga, ţ.e. lánar á engum eđa jafnvel neikvćđum vöxtum, til ađ koma styrkari stođum undir atvinnulífiđ og auka atvinnu. Eftir sem áđur er atvinnuleysi ađ međaltali nálćgt tíu prósentum á evrusvćđinu og nálćgt 50% hjá konum og ungu fólki á jađarsvćđum evrunnar.

Ţannig er hiđ fyrirheitna land núverandi fjármála- og efnahagsráđherra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 992429

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband