Leita í fréttum mbl.is

Hagfræðiprófessor segir evruna ekki henta á Íslandi

Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hagsveiflan á Íslandi sé töluvert ólík því sem gengur og gerist í þeim löndum sem nota evru. Undanfarin fimm ár eða svo hafi hagvöxtur evruríkja verið mjög lítill og stýrivextir nálægt núlli. Hér á landi hefur aftur á móti verið mikill hagvöxtur.

„Þessi peningastefna á þessum síðustu árum sem að hefur verið mikill uppgangur og hagvöxtur á Íslandi hefði alls ekki hentað hér. Hvort sem fólkinu líkar það betur eða verr í svona miklum hagvexti þá þurfa raunvextir að vera jákvæðir og hærri en þar sem er mjög lítill hagvöxtur og lítil eftirspurn og þarf frekar að örva hana.“

Friðrik hefur einnig efasemdir um myntráð. Um það segir í frétt RUV:

Myntráð er fyrirkomulag þar sem lítil mynt, eins og íslenska krónan, er tengd erlendri mynt með skuldbindingu um að tilteknu gengi verði haldið milli myntanna. Til þess þarf vænan myntforða hjá Seðlabankanum til að skipta lausu fé í evrur. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að myntráð kalli á að fylgja peningastefnu þess svæði sem notar viðkomandi mynt. Búast má við því að vextir yrðu þeir sömu og á evrusvæðinu ef farin væri sú leið að tengja krónu við evru. Slíkt sé þó ekki endilega eingöngu af hinu góða.

„Það þýðir náttúrulega að peningastefnan getur verið úr takti við það sem þarf. Og til þess að þetta fari ekki illa og bara svona springi að lokum þá þarf mikinn aga í hagstjórninni, það þarf aga í peningamálum vegna þess að verðbólgan þarf í raun og veru þá að vera svipuð og á evrusvæðinu ef við myndum binda við evru,“ segir Friðrik Már.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reyndar skiftir gjaldmiðillinn takmörkuðu máli í uppsveiflu.  Þegar það kemur hinsvegar skyndileg kreppa, eins og gerist, þá skiftir hann talsvert miklu máli.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.7.2017 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband