Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti Norðmanna vill segja upp EES-samningnum

Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem norska ríkisútvarpið birtir í dag vilja fleiri Norðmenn segja upp EES-samningnum en þeir sem vilja það ekki. Samtals vilja 40% aðspurðra Norðmanna segja samningnum upp en 35% eru á móti. Fjórðungur Norðmanna er ekki viss.

Norska ríkisútvarpið greinir frá því að þrír flokkar í Stórþinginu vilji segja samningnum upp en enn eru stærstu flokkarnir tveir, Hægri og Jafnaðarmenn, á móti.

Þessar niðurstöður eru taldar til marks um að umræðan um útgöngu Noregs úr EES verði ofar á dagskrá þjóðmála- og stjórnmálaumræðu í Noregi á næstunni. Þingkosningar eru í Noregi á mánudag, 11. september.

Sjá nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“Bör Norge forhandle fram en ny EÖS-avtale med EU?”

Fjallaði ekki spurningin um nýjan EES samning, en ekki uppsögn?

Eða misskildi ég spuninguna? HK

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2017 kl. 14:56

2 Smámynd:   Heimssýn

Það er alveg ljóst að meirihluti Norðmanna vill ekki þann samning sem í gildi er. Það er vaxandi óánægja með EES-samninginn. Það er líklega stóra fréttin í þessu, með meirihlutann sem vill ekki þennan samning. Að því sögðu er það alveg rétt að spurningin í könnuninni er eins og Hörður nefnir. Það er líka athyglisvert að kratarnir með Störe i fararbroddi eru tilbúnir að skoða aðrar útfærslur þótt þeir séu ekki tilbúnir að segja samningnum upp.

Heimssýn, 8.9.2017 kl. 17:47

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að Íslendingar væru í samfloti með Norðmönnum. Það væri það bezta sem getur verið gert fyrir Ísland.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.9.2017 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1176914

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband