Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi andstaða norskra þingmanna gegn aðild Noregs að ESB

norski_faninnÍ Noregi er vaxandi andstaða gegn aðild Noregs að ESB á sama tíma og fylgi við uppsögn EES-samningsins vex. Síðustu áratugi hefur meirihluti þingmanna Stórþingsins verið fylgjandi aðild en nú er orðinn meirihltui gegn aðild. Nánar segir frá þessu í meðfylgjandi frétt mbl.is:

Meiri­hluti þing­manna vill ekki í ESB

Fleiri þing­menn á norska Stórþing­inu eru and­víg­ir því að Nor­eg­ur gangi í Evr­ópu­sam­bandið en þeir sem vilja í sam­bandið í kjöl­far þing­kosn­ing­anna fyrr í þess­um mánuði. Þetta er niðurstaða könn­un­ar sam­tak­anna Nei til EU, sem leggj­ast gegn inn­göngu í ESB.

Fram kem­ur í frétt Netta­visen að sam­kvæmt könn­un­inni séu 84 þing­menn and­víg­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og 38 hlynnt­ir henni. Tólf hafi ekki tekið af­stöðu og 35 ekki svarað. Ekki hafi áður gerst frá 1994 að fleiri hafi verið á móti því að ganga í sam­bandið.

„Við fögn­um því að við höf­um loks­ins Stórþing sem end­ur­spegl­ar af­stöðu þjóðar­inn­ar,“ er haft eft­ir Kat­hrine Kleve­land, for­manni Nei til EU, en sam­tök­in hafa kannað af­stöðu þing­manna til máls­ins frá ár­inu 1994. Mik­ill meiri­hluti Norðmanna hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um skoðana­könn­un­um allt frá ár­inu 2005.

Formaður norsku Evr­ópu­sam­tak­anna, Jan Erik Grind­heim, seg­ist hins veg­ar óánægður með þessa þróun. „Þetta er mjög sorg­legt því Evr­ópu­sam­bands­ins er meiri þörf en nokk­urn tím­ann. Þjóðern­is­hyggja er í sókn og ef all­ir verða á móti sam­band­inu verður ekki friður í Evr­ópu.“

Hins veg­ar er meiri­hluti þing­manna á Stórþing­inu á móti því að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um EES-samn­ing­inn. Meiri­hlut­inn vill enn­frem­ur frek­ar EES-samn­ing­inn en tví­hliða fríversl­un­ar­samn­ing. Hins veg­ar hef­ur sá meiri­hluti farið minnk­andi.

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um í Nor­egi vilja fleiri Norðmenn þjóðar­at­kvæðagreiðslu um það hvort landið skuli vera áfram aðili að EES-samn­ingn­um en þeir sem leggj­ast gegn því. Þá vilja einnig fleiri Norðmenn skipta samn­ingn­um út fyr­ir fríversl­un­ar­samn­ing en þeir sem eru því and­víg­ir.

 

 


mbl.is Meirihluti þingmanna vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband