Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson
 
Eftir Hjörleif Guttormsson: „Ţriggja flokka stjórnarmynstur međ ţátttöku VG, Framsóknar og Sjálfstćđisflokks hefđi 35 ţingmenn til ađ styđjast viđ og vćri á vetur setjandi.“
 
Spenna vegna alţingiskosninga er liđin hjá og nú sitja margir og rýna í niđurstöđuna. Stutt kosningabarátta einkenndist sem fyrr af tíđum skođanakönnunum, sem lengi vel voru fjarri ţví sem kom upp úr kössunum. Sjálfstćđisflokkurinn međ fjórđung atkvćđa má allvel viđ niđurstöđuna una og eins Framsóknarflokkurinn, en báđir ţessir gamalgrónu flokkar áttu í vök ađ verjast í ađdraganda kosninganna. VG hélt sínu en nuddar nú stírur úr augum eftir velgengni í skođanakönnunum. Samfylkingin rétti úr kútnum frá ţví fyrir ári, mest út á hrun Bjartrar framtíđar. Gnarr sem andlegur leiđtogi ţess horfna ţingflokks flutti sig yfir til krata viđ upphaf kosningahríđar. Yfir 10% fylgi til Sigmundar Davíđs telst til tíđinda og Flokkur fólksins skilađi sömuleiđis uppskeru út á einsmanns atorku. Píratar mega muna sinn fífil fegri og Viđreisn hangir á bláţrćđi.

 

Stjórnarmyndun sem veigur vćri í

Tölulega gćti ţrenns konar mynstur skilađ meirihlutastjórn eftir úrslitin. 1) Hćgristjórn undir forystu Sjálfstćđisflokksins međ ţátttöku Framsóknar, Miđflokks og Viđreisnar og styddist sú viđ 35 ţingmenn. 2) „Vinstri stjórn“ fjögurra flokka undir forystu VG međ ađild Samfylkingar, Framsóknar og Pírata hefđi ađeins 32 ţingmenn til ađ styđjast viđ og ţví ţyrfti fimmti flokkur ađ koma til sem varahjól. 3) Blandađ ţriggja flokka stjórnarmynstur frá hćgri til vinstri međ ţátttöku VG, Framsóknar og Sjálfstćđisflokks hefđi 35 ţingmenn viđ ađ styđjast og vćri á vetur setjandi. Ađ loknum kosningum fyrir ári taldi ég ađ mynda ćtti slíka stjórn og skođun mín er óbreytt, enda sýni viđkomandi flokkar sveigjanleika sem dygđi til ađ koma á slíku samstarfi. Vćnlegast er ađ slíkt samstarf vćri undir forsćti Katrínar Jakobsdóttur og félli ţá fjármálaráđuneytiđ í skaut Bjarna Benediktssonar og utanríkismálin yrđu á hendi Lilju Daggar Alfređsdóttur. Kjör hennar á ţing, ţrátt fyrir klofningsframbođ Sigmundar Davíđs, felur í sér ánćgjulegustu tíđindi ţessara kosninga. Stjórn af ţessum toga sem styddist viđ flokka međ rótfestu í flestum kjördćmum gćti orđiđ trygging fyrir stöđugleika í stjórn landsins.

 

Brýnustu framtíđarverkefnin

Málefnaumrćđan í ađdraganda kosninganna var óvenjulega einsleit ţar sem flestir flokkar töldu heilbrigđis-, mennta- og húsnćđismál vera brýnustu úrlausnarefnin. Ekki skal dregiđ úr ţví ađ slíkir undirstöđuţćttir kalla í senn á stefnumörkun og fjármuni og ćttu stöđugt ađ vera á dagskrá stjórnvalda. Ađ mínu mati lágu hins vegar önnur vegvísandi stefnumál í láginni, ţótt vitađ sé ţar um mikinn ágreining milli flokka eđa vinna ađ ţeim hefur veriđ vanrćkt af opinberri hálfu. Ţar eru mér efst í huga frambúđarsamskipti Íslands viđ Evrópusambandiđ og stefnumörkun í umhverfismálum og náttúruvernd. Ólík sýn stjórnmálaflokka hérlendis á tengsl Íslands viđ ESB hefur veriđ kraumandi í stjórnmálaumrćđunni í fullan aldarfjórđung og flokkar tekiđ hamskiptum eđa fariđ kollhnís í afstöđu sinni. Umsókn naums meirihluta á Alţingi um ađild Íslands ađ ESB sumariđ 2009 er stćrsta óheillaskref síđari ára og endađi 2013 í útideyfu og ráđleysi upphafsmanna. Meirihluti hefur aldrei reynst vera fyrir slíkri ađild samkvćmt skođanakönnunum og andstađan hefur fariđ vaxandi. Í ađdraganda fullveldisafmćlis er eđlilegt ađ hreinsa burt ţessa óvćru og taka síđan EES-samninginn til endurskođunar í ljósi fenginnar reynslu og međ hliđsjón af Brexit-útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nýrri ríkisstjórn ofangreindra ţriggja flokka ćtti ađ vera treystandi til ađ hafa forystu í ţessu grundvallarmáli.

 

Náttúru- og umhverfisvernd í forgang

Undarlega hljótt var fyrir kosningar um stefnu og verkefni í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Af einhverjum óútskýrđum ástćđum hafđi flokkurinn sem tengir nafn sitt viđ grćnt frambođ ţau örlagaríku mál nánast í ţagnargildi. Ásamt kjarnorkuógninni er ţó ekkert jafn skýrt letrađ á vegginn varđandi framtíđ síđmenningar okkar og afleiđingar óbreyttrar siglingar í umgengni viđ móđur jörđ. Parísarsamkomulagiđ í loftslagsmálum er óskuldbindandi óskalisti og óútfćrđur af Íslands hálfu. Ađrir ţćttir sem snúa ađ međferđ náttúruauđlinda og umgengni viđ landiđ eru víđa í miklum ólestri. Vatnsaflsvirkjanir 10 MW og meira ađ afli lúta rammaáćtlun, en fjöldi smćrri virkjana er í undirbúningi eftirlitslítiđ í hagnađarskyni. Menn fagna tekjum af ferđamannastraumi en víđa er hćtta á örtröđ nema viđ verđi brugđist. Hér reynir á skipulag og samţćtt tök ríkis og sveitarfélaga. Ađ vori er kosiđ til sveitarstjórna og fyrir ţann tíma ţurfa Alţingi og ríkisstjórn, ađ gefa leiđsögn og svör um sinn ţátt. Fráfarandi umhverfisráđherra sýndi góđa viđleitni, en flokkur hennar hljóp frá verkunum. Ný ríkisstjórn ţarf ađ taka umhverfimálin föstum tökum og auka til muna fjármagn til ţeirra, m.a. í landvörslu. Ţar á hún vísan hugmyndalegan hljómgrunn hjá ćskufólki sem í vaxandi mćli setur spurningarmerki viđ ţau óheillavćnlegu vistspor sem nútíma neyslusamfélag skilur eftir sig. Ţennan hljómbotn ţarf ađ nýta og ţar á Alţingi allt ađ sameinast um ađ gefa tóninn.

Höfundur er náttúrufrćđingur.