Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn ályktar um gagnrýna skoðun á EES-samningnum

Á aðalfundi Heimssýnar í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Senn eru 25 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að samningi um evrópskt efnahagssvæði og tímabært að leggja mat á kosti og galla samningsins fyrir íslenskt samfélag. Ljóst er að samstarfið hefur að nokkru leyti þróast á annan veg en margir hugðu í upphafi og sumar  afleiðingar samningsins hafa verið ófyrirséðar. Bretar hafa ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu og þar með EES og nýlegir alþjóðsamningar gefa vísbendingar um nýja kosti í alþjóðaviðskiptum.

Í ljósi ofanritaðs leggur aðalfundur Heimssýnar til að gagnrýnin skoðun fari fram á aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Slík endurskoðun ætti að miða að því að leiða í ljós þá kosti sem í boði eru og best eru til þess fallnir að tryggja í senn fullveldi Íslands sem og aðra hagsmuni Íslendinga til langframa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Loksins talað að viti.  

Valdimar Samúelsson, 2.3.2018 kl. 16:14

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Í janúar 2018 var gefin út skýrsla um aðild Íslands að EES.  Hún var unnin af HHÍ fyrir utanríkisráðuneytið.  Ég veit ekki, hverjum þessi skýrsla má verða að gagni.  Hún hefur e.t.v. átt að sýna ávinning Íslands af EES-aðildinni.  Hvorki er kostur EES-samningsins borinn saman við nýjustu fríverzlunarsamninga, t.d. á milli ESB og Kanada, né eru gallarnir metnir til fjár.  Með vísun til rannsóknar HHÍ fyrir VÍ (Viðskiptaráð Íslands) fyrir fáeinum árum hef ég slegið á, að beinn og óbeinn kostnaðarauki Íslands vegna EES m.v. fríverzlunarsamning sé yfir 80 miaISK/ár, og hann vex im 1 %/ár samkvæmt HHÍ (Hagfræðistofnun).  Nái orkusambandið ESB, ACER, tökum hér, rýkur þessi kostnaður í 110 miaISK/ár, og er þá ótalinn samfélagslegur kostnaður vegna afleiðinga mikilla raforkuverðshækkana.  

Síðari grein birtrar ályktunar hér að ofan er þess vegna lykilatriði, svo að umbeðin rannsóknarvinna skili vitrænni og þar af leiðandi gagnlegri og raunsannri niðurstöðu.  

Bjarni Jónsson, 2.3.2018 kl. 18:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allar frumforsendur þessa bandalagas eru horfnar. Vegna þessa algera forsendubrests ber okkur að segja bless. Við getum ekki kallað okkur fullvalda lengur vegna þessa og jafnt og þétt heimtar þessi samningur meiri útflutning valda yfir grunnstoðuðum landsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2018 kl. 20:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Legg til að menn rifji upp á hvaða forsendum þessi samningur var seldur þjóðinni þegar hann hlaut tæpan meirihluta á þingi. Þjóðin var aldrei spurð í þessu mikilvæga fullveldismáli og stjórnarskráin var þverbrotin við samþykkt hans. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2018 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 111
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 690
  • Frá upphafi: 1116883

Annað

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 607
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband