Leita í fréttum mbl.is

Leyndarhyggjan í ESB

Meðfylgjandi frétt á mbl.is segir frá þeirri leyndarhyggju sem er ríkjandi varðandi útgjöld og reikninga sambandsins sem sjaldnast hafa verið samþykktir hljóðalaust af endurskoðendum. Í þetta sinn eru það þingmenn sem ekki vilja gera grein fyrir því hvernig þeir verja sérstöku ráðstöfunarfé sem þeir fá frá ESB og er sem svarar rúmlega sex milljónum króna á ári. Þetta er í takt við ýmsa aðra leyndarhyggju hjá ESB, svo sem er varðar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu þar sem ekki má skýra frá því hvernig fulltrúar aðildarríkja greiða atkvæði.

Mbl.is greinir svo frá:

Til­raun­ir til þess að varpa ljósi á það með hvaða hætti þing­menn á Evr­ópuþing­inu verja mánaðarlegu ráðstöf­un­ar­fé sínu upp á rúm­lega 4.400 evr­ur (um 550 þúsund ís­lenskr­ar krón­ur) virðast vera að stuðla að átök­um inn­an þings­ins sam­kvæmt frétt Eu­obser­ver.com.

Ráðstöf­un­ar­féð, sem ætl­ast er til að sé notað til að mynda í rekst­ur skrif­stofu og síma- og póst­kostnað og er skatt­frjálst, bæt­ist við föst mánaðarlaun þing­manna á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins sem nema 8.484 evr­um eða rúmri einni millj­ón ís­lenskra króna.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að ekk­ert eft­ir­lit sé með því með hvaða hætti ráðstöf­un­ar­fénu er raun­veru­lega varið en ekki þurfi að skila inn nein­um papp­ír­um vegna þess. Til­kynn­ing­ar hafi borist um að sum­ir þing­manna hafi varið fénu með öðrum hætti en ætl­ast sé til.

Hafi frjáls­ar hend­ur til að sinna störf­um sín­um

Þýski Evr­ópuþingmaður­inn Rainer Wie­land fer fyr­ir starfs­hópi sem ætlað er að finna leiðir til þess að gera reglu­verkið í kring­um greiðslur til þing­manna á Evr­ópuþing­inu skýr­ara. Haft er eft­ir hon­um að tvær leiðir séu til skoðunar en að hann vildi ekki upp­lýsa hverj­ar þær væru.

Hins veg­ar er haft eft­ir Wie­land að hug­mynd­ir starfs­hóps­ins falli lík­lega ekki í góðan jarðveg hjá for­sæt­is­nefnd Evr­ópuþings­ins sem sam­an­stend­ur af for­seta þings­ins og vara­for­set­um þess. Gert er ráð fyr­ir að nefnd­in fari yfir málið um miðjan þenn­an mánuð.

Verði gerðar breyt­ing­ar á regl­un­um munu þær ekki taka gildi fyrr en þegar næsta þing tek­ur til starfa. Wie­land seg­ist hins veg­ar mjög hlynnt­ur greiðslu ráðstöf­un­ar­fjárins til Evr­ópuþing­manna. Það sé hluti af því að þeir hafi frjáls­ar hend­ur til að sinna störf­um sín­um.

Hvorki spurt spurn­inga né kraf­ist kvitt­ana

Fram kem­ur í frétt­inni að greiðsla ráðstöf­un­ar­fjárins til þing­manna á Evr­ópuþing­inu sé mjög um­deild og ekki síst þar sem það sé greitt beint inn á per­sónu­lega banka­reikn­inga þeirra án þess að spurt sé nokk­urra spurn­inga eða farið fram á kvitt­an­ir fyr­ir því hvernig því sé varið.

Hóp­ur blaðamanna hef­ur reynt að fá Evr­ópuþingið til þess að upp­lýsa um út­gjöld þing­manna með dóms­máli fyr­ir Evr­ópu­dóm­stóln­um í Lúx­emburg. Einnig er rætt í frétt­inni við Klaus Welle, fram­kvæmda­stjóra Evr­ópuþings­ins, sem lagði grunn­inn að vinnu starfs­hóps­ins.

Rifjuð eru upp þau um­mæli Welle í sam­tali við Eu­obser­ver.com í síðustu viku að fullt gagn­sæi yrði ekki til þess að auka vin­sæld­ir Evr­ópuþings­ins á meðal al­menn­ings. Banda­ríska þingið veitti mest­ar slík­ar upp­lýs­ing­ar og væri fyr­ir vikið óvin­sæl­asta þingið í heim­in­um.


mbl.is Fullt gagnsæi ávísun á óvinsældir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Heimssýn er kannski afl í baráttunni fyrir "allt uppá borðið" og siðvæðingu heima í héraði?

Tryggvi L. Skjaldarson, 6.3.2018 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 56
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 991
  • Frá upphafi: 1117590

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 872
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband