Mánudagur, 5. mars 2018
Leyndarhyggjan í ESB
Meðfylgjandi frétt á mbl.is segir frá þeirri leyndarhyggju sem er ríkjandi varðandi útgjöld og reikninga sambandsins sem sjaldnast hafa verið samþykktir hljóðalaust af endurskoðendum. Í þetta sinn eru það þingmenn sem ekki vilja gera grein fyrir því hvernig þeir verja sérstöku ráðstöfunarfé sem þeir fá frá ESB og er sem svarar rúmlega sex milljónum króna á ári. Þetta er í takt við ýmsa aðra leyndarhyggju hjá ESB, svo sem er varðar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu þar sem ekki má skýra frá því hvernig fulltrúar aðildarríkja greiða atkvæði.
Mbl.is greinir svo frá:
Tilraunir til þess að varpa ljósi á það með hvaða hætti þingmenn á Evrópuþinginu verja mánaðarlegu ráðstöfunarfé sínu upp á rúmlega 4.400 evrur (um 550 þúsund íslenskrar krónur) virðast vera að stuðla að átökum innan þingsins samkvæmt frétt Euobserver.com.
Ráðstöfunarféð, sem ætlast er til að sé notað til að mynda í rekstur skrifstofu og síma- og póstkostnað og er skattfrjálst, bætist við föst mánaðarlaun þingmanna á þingi Evrópusambandsins sem nema 8.484 evrum eða rúmri einni milljón íslenskra króna.
Ennfremur segir í fréttinni að ekkert eftirlit sé með því með hvaða hætti ráðstöfunarfénu er raunverulega varið en ekki þurfi að skila inn neinum pappírum vegna þess. Tilkynningar hafi borist um að sumir þingmanna hafi varið fénu með öðrum hætti en ætlast sé til.
Hafi frjálsar hendur til að sinna störfum sínum
Þýski Evrópuþingmaðurinn Rainer Wieland fer fyrir starfshópi sem ætlað er að finna leiðir til þess að gera regluverkið í kringum greiðslur til þingmanna á Evrópuþinginu skýrara. Haft er eftir honum að tvær leiðir séu til skoðunar en að hann vildi ekki upplýsa hverjar þær væru.
Hins vegar er haft eftir Wieland að hugmyndir starfshópsins falli líklega ekki í góðan jarðveg hjá forsætisnefnd Evrópuþingsins sem samanstendur af forseta þingsins og varaforsetum þess. Gert er ráð fyrir að nefndin fari yfir málið um miðjan þennan mánuð.
Verði gerðar breytingar á reglunum munu þær ekki taka gildi fyrr en þegar næsta þing tekur til starfa. Wieland segist hins vegar mjög hlynntur greiðslu ráðstöfunarfjárins til Evrópuþingmanna. Það sé hluti af því að þeir hafi frjálsar hendur til að sinna störfum sínum.
Hvorki spurt spurninga né krafist kvittana
Fram kemur í fréttinni að greiðsla ráðstöfunarfjárins til þingmanna á Evrópuþinginu sé mjög umdeild og ekki síst þar sem það sé greitt beint inn á persónulega bankareikninga þeirra án þess að spurt sé nokkurra spurninga eða farið fram á kvittanir fyrir því hvernig því sé varið.
Hópur blaðamanna hefur reynt að fá Evrópuþingið til þess að upplýsa um útgjöld þingmanna með dómsmáli fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemburg. Einnig er rætt í fréttinni við Klaus Welle, framkvæmdastjóra Evrópuþingsins, sem lagði grunninn að vinnu starfshópsins.
Rifjuð eru upp þau ummæli Welle í samtali við Euobserver.com í síðustu viku að fullt gagnsæi yrði ekki til þess að auka vinsældir Evrópuþingsins á meðal almennings. Bandaríska þingið veitti mestar slíkar upplýsingar og væri fyrir vikið óvinsælasta þingið í heiminum.
Fullt gagnsæi ávísun á óvinsældir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 19
- Sl. sólarhring: 370
- Sl. viku: 1954
- Frá upphafi: 1184361
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1682
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heimssýn er kannski afl í baráttunni fyrir "allt uppá borðið" og siðvæðingu heima í héraði?
Tryggvi L. Skjaldarson, 6.3.2018 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.