Leita í fréttum mbl.is

Ítalía undir hælnum á ESB?

Snúningarnir í ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að aðildin að ESB dregur úr lýðræði. Lýðræðislega valinn kandídat í forsætisráðherraembættið má ekki fá með sér efnahagsmálaráðherra sem er ekki ESB að skapi. Í staðinn er fenginn AGS-þjálfaður hagfræðingur til að stýra utanþingsstjórn. Er nema von að fólk velti því fyrir sér hvort Ítalía sé frjálst og fullvalda ríki?


mbl.is Þingkosningar í síðasta lagi í ársbyrjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Frjálst og fullvalda ríki? Nei, aldeilis ekki.

Ítalía er vassalríki, hjáleiguríki eins og öll önnur ESB-ríki. Það eru ekki aðeins evrusvæðiríkin sem hafa misst allt sjálfstæði, heldur öll aðildarríki hvers gjaldmiðill tengist evrunni.

Ítalski forsetinn hefur afnumið lýðræðið, í raun afnumið ítalska lýðveldið, með því að reka ríkisstjórnina sem fólkið kaus og setja í staðinn stráhund, Cottarelli sem enginn kaus.

Og hann fær auðvitað hrós frá uppáhaldskjölturakka Angelu Merkels, Emmanuel Macron.

Þannig verður ástandið líka á Íslandi eftir 2 áratugi, eftir að hver ríkisstjórnin á fætur annarri keppist um að gera ESB til geðs. 

Aztec, 28.5.2018 kl. 20:07

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hér bregður svo við að sá sem skrifar þennan greinarstúf virðist ekki hafa kannað þann stjórnarskrábundinn rétt forseta til að hafna einstaka ráðherrum. Það hefur téður forseti Italíu. Hvernig greinarhöfundur fær það út að ESB sé að hræra í pottum er einfaldlega skoðun, ekki staðreynd, reyndar fjarri því. 

Munun, að jafnvel Ítalir geta farið að lögum, óháð ESB, Nató, FÍB eða AGS.

Mögulega mat forsetinn aðstæður þannig að hagsmunir fleiri voru í húfi en færri. 

Mögulega vissi forsetinn að tilnefndur ráðherra var einfaldlega óhæfur til að gegn verðandi embætti.

Að halda því fram að ESB og þeir sem það leiða hafi haft ákvörðunina að gera er einfaldlega döpur söguskýring, líkt og margt sem kemur frá þeim sem leiða þeesi ágætu samtöku. Af þeim efnum er jú af nóg að taka.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.5.2018 kl. 21:38

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ítalía er eitt af stofnríkjum Evrópusambandsins. Þið hjá Heimssýn eruð soddan slúbbertar og heimskingjar að ljóst er að þið vitið ekkert um Evrópusambandið eða innri stjórnmál þess og hvernig hlutinir virka þar.

Flest allt sem kemur frá ykkur er samsæriskenningaþvæla og resting er uppskáldaðar lygar.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2018 kl. 09:20

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eru enn ESB sinnar að gjamma um kosti ESB. Þið eruð stórhættulegir Lýðræðin.

Valdimar Samúelsson, 29.5.2018 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 301
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2781
  • Frá upphafi: 1164988

Annað

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 2390
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband