Leita í fréttum mbl.is

Óli Björn segir framsal valdheimilda óstjórnlegt reglufargan

olibjornÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að framsal valdheimilda með EES-samningnum hafi orðið meira en nokkurn óraði fyrir og að íslenskt samfélag sé að breytast í reglugerðarsamfélag. Hvorki almenningur né kjörnir fulltrúar á Alþingi eigi möguleika á að móta regluverkið að neinu marki.

Óli Björn segir EES-samninginn nú allt annan en þann sem var samþykktur á sínum tíma. Þá segir Óli Björn að Alþingi hafi aldrei látið reyna á stjórnskipulegan fyrirvara sem þó hafi verið ein helsta forsenda þess að samningurinn var samþykktur hér á landi í upphafi.

Þá segir Óli og vitnar til orða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins:

Í umræðum um lög um afleiðuviðskipti í febrúar síðastliðnum benti hann á að Íslendingar stæðu frammi fyrir því „í hverju málinu á eftir öðru, það er nánast orðinn árlegur viðburður, að Evrópusambandið krefst þess þegar við tökum upp Evrópugerðir, tilskipanir eða reglugerðir, að við Íslendingar fellum okkur við að sæta boðvaldi, úrslitavaldi, sektarákvörðunum eða með öðrum hætti skipunum frá alþjóðastofnunum sem Evrópusambandið hefur komið sér upp en við eigum enga aðild að“. Með þessu sé vegið að grunnstoðum EESsamningsins og tveggja stoða kerfinu.

 

Grein Óla Björns er birt í Morgunblaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 179
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 2017
  • Frá upphafi: 1187244

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband