Leita í fréttum mbl.is

Klárt stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins

haraldurÞað er klárt  stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær. 

Haraldur segir þær hugmyndir um valdaframsal í þessum efnum fráleitar, enda sé nánast öll þjóðin á móti valdaframsali “ það er alveg ótrúlegt að nokkrum skuli detta í hug að leggja slíkt til við sjálft Alþingi, þetta er alveg ótrúlegt og alveg út í höll“,segir Haraldur. Haraldur segir að það að framselja vald til Evrópusambandsins megi líkja við það sem hann kallar pylsukenninguna ” ef þú tekur sneið af spægipylsu þá er alveg sama hversu þunna sneið þú skerð þá verður pylsan á endanum búin, og þannig allt vald komið yfir til Evrópusambandsins“.

Hlusta má á þáttinn hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að ég skil málið rétt að þá mun íslenska ríkið hafa 100% vald yfir öllum sínum raforkumálum innanlands,

og það mun ekkert reyna á þennan "þriðja orkumálapakka" 

NEMA ef að það yrði komið upp sæstreng

á milli Íslands og einhvers ESB-lands.

EF að það yrði gert; að þá  mætti skoða málið upp á nýtt.

---------------------------------------------------------------

Annars væri best ef að einhverjir lagaprófessorar í Háskóla Íslands útskýrðu þetta mál í Kastljósi.

Jón Þórhallsson, 17.8.2018 kl. 09:35

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón er alþingism0nnum og stjórnarráðs batteríinu treystandi þ.e. gætu þeir ekki túlkað þennan orkumálapakka á sinn hátt. Hvað er hægt að gera þegar framið er valdaframsal eða stjórnlaga brot.

Hvað getur almenningur gert? en það var ekkert hægt að gera þegar lögð var inn beiðni um inngöngu í ESB samsteypuna. 

Valdimar Samúelsson, 17.8.2018 kl. 13:17

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það væri best að fá álit þriggja lagaprófessora á þessu máli

og stilla þeim álitum síðan upp hlið við hlið

einhversstaðar fyrir almenning.

Myndu þeir allir ganga í takt í þessu máli eða ekki?

Ef ekki hvar myndi þá  greina á í þessu máli?

Jón Þórhallsson, 17.8.2018 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1870
  • Frá upphafi: 1187097

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1649
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband