Leita í fréttum mbl.is

Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingar gegn orkupakkanum

SigrunElsaSigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar í dag að hún vilji ekki að Alþingi samþykki Orkupakka 3. Sigrún var í um áratug í forystusveit Samfylkingar í borginni og sinnti þá m.a. menntamálum, umhverfis- og heilbrigðismálum og orkumálum. Í grein Sigrúnar sem Morgunblaðið birtir í dag segir meðal annars:

„Mér finnst ekki ljóst hvort samþykkt þriðja orkupakkans mun auka eða minnka líkurnar á því að sæstrengur verði lagður en hitt er ljóst að ef/þegar Alþingi Íslands samþykkir á endanum lagningu sæstrengs þá mun íslenskur raforkumarkaður lúta þeim evrópsku reglum sem nú er verið að samþykkja (verði þær samþykktar) og því eðlilegt að spurt sé; erum við sátt við að þessar reglur gildi á Íslandi?

Þeir sem eru það alls ekki, eiga ekki að samþykkja þriðja orkupakkann. Þeir sem eru á móti lagningu sæstrengs ættu að velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þeir ættu að samþykkja reglur um eitthvað sem þeir vilja ekki að verði að veruleika og þeir sem eru hlynntir sæstreng ættu því aðeins að samþykkja reglurnar ef þær eru þær reglur sem þeir vilji að gildi um orkuviðskipti á Íslandi ef og þegar af honum verður.

Ég er það trúuð á ágæti Evrópusamvinnu að ég hef fulla trú á að hægt sé að tjónka við Evrópusambandið og samstarfsaðila í EES. Þetta á bara ekki við um Ísland, ekki fyrr en við höfum ákveðið að tengjast raforkumarkaði Evrópu og það getur ekki verið eðlileg krafa að þvinga Ísland til að taka upp regluverk um eitthvað sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um að sé hluti af því umhverfi sem við búum við, ekki frekar en um gasvinnslu eða annað sem ekki á við hér.“

Enn fremur segir Sigrún:

„Ég er ekki sjálf viss um hvort ég er með eða á móti lagningu sæstrengs, það eru mörg mikilvæg álitamál sem taka þarf tillit til, sem snúa m.a. að tekjuöflun, raforkuverði á Íslandi, atvinnustigi og loftslagsmálum í heiminum. En hitt er ég sannfærð um að ég vil að ef af lagningu sæstrengs verður þá muni samningar og reglur um þau viðskipti taka mið af þeim hagsmunum okkar sem þá blasa við. Sá tími er ekki núna.“ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Breytir það einhverju um málið að Sigrún Elsa Smáradóttir hefur ekki kynnt sér það?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2019 kl. 19:05

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ég fæ hvergi séð, Þorsteinn Siglaugsson, að fram komi í ofanrituðum texta að Sigrún Elsa hafi ekki kynnt sér málið eins og þú heldur fram.  En auðvitað bendir þú mér góðfúslega á hvernig lesa megi þessa staðhæfingu þína út úr textanum, þ.e.a.s. ef þú telur að mér skjátlist. En áður en að þeirri viðleitni þinni kemur held ég að þú ættir að leggjast í nokkra þanka og spyrja sjálfan þig þeirrar spurningar hvort þú hafir nokkuð kynnt þér málið nógu vel sjálfur.   

Daníel Sigurðsson, 13.6.2019 kl. 01:07

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var að lesa vandlætingu Björns Bjarna á grein Sigrúnar Elsu.Líklegt þykir mér að Þorsteinn hafi eftir Birni að hún hefði betur kynnt sér málið áður en hún skrifaði téða grein í Mbl.
Hún veit vel að verði Op#3 samþykktur tengjumst við raforkumarkaði Evrópu, yrði sæstrengur lagður réðu þeir þar öllu um.  Er það ekki skerðing á fullveldi okkar? ....Björn lætur sem mótmælendur leiti í ákafa að einhverju nýju afdrifaríku til að hræða Orkupakkaliðið frá því að samþykkja Op#3. Honum er ekkert um að það verði sífellt að minna á hvað Íslendinga bíður,verði þessi voði samþykktur. Færi betur að hann hætti að halla réttu máli,að sæstrengur verður ekki lagður nema Alþingi samþykki það,hann veit að það heldur alls ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2019 kl. 04:01

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er hálf vandræðalegt fyrir aðstandendur samþykktar þessa þriðja áfanga að sameiginlegu raforku kerfi ESB að einungis Þorsteinn Siglaugsson geti tönnlast ítrekað á því að þeir sem ekki sjái nokkra ástæðu til að samþykkja pakkann viti bara ekkert um málið.

Þrátt fyrir fleiri beiðnir um einfaldar útskýringar á hagsmunum Íslendinga við undirskrift, þá er fátt um svör frá Þorsteini sjálfum.

Jónatan Karlsson, 13.6.2019 kl. 07:26

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við vitum svosem ekki mikið um raforkumál skv O3 annað en að yfirstjórn þess flyst til ESB og að ef við reyndum svo seinna að standa í vegi fyrir sæstrengjum út og suður myndum við gjalda þess með milljarðaskaðabótum.  En - sennilega höfum við ekki lesið okkur nóg til...

Kolbrún Hilmars, 13.6.2019 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2109
  • Frá upphafi: 1188245

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband