Leita í fréttum mbl.is

Hvorki lýðræðlegt né heiðarlegt

Heimssýn hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn:

 

skjaldarmerki

Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,

lagt fram á 151. löggjafarþingi 2020-2021, þingskjal nr. 26.

 Fyrsti flutningsmaður: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

 

Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila.  Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta. 

Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið, annað hvort með beinum hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn.  Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt.  Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau er ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verður ekki á þau fallist.  Stangist samningur á borð við EES-samninginn við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.    

Ákvæði frumvarpsins um framsal valds til útlanda er til komið með einkennilegum hætti.  Í undanfara starfs stjórnlagaráðs var ljóst að drjúgur meirihluti þjóðarinnar taldi, og telur enn, að standa beri vörð um fullveldi Íslands. Engu að síður var niðurstaða stjórnlagaráðs að liðka ætti verulega fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins og er það tekið upp í frumvarpinu sem hér er lagt fram.  Hér er um að ræða stærsta einstaka atriði varðandi breytingar á stjórnarskrá Íslands, en engu að síður var látið hjá líða að spyrja sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin var 2012 hvort þjóðin teldi þörf á að auðvelda framsal fullveldisins.  Þess í stað var spurt um nokkur önnur atriði, sem öll eiga sameiginlegt að vera afturkræf, ólíkt framsali fullveldis sem getur tekið áratugi eða aldir að endurheimta, eins og sagan hefur sýnt.  Ákvæðum um framsal fullveldis er með öðrum orðum laumað með öðrum ákvæðum sem sérstaklega er haldið á lofti og kalla mætti söluvænleg.  Þar má nefna ákvæði um nýtingu náttúruauðlinda og arð af þeim og þjóðaratkvæðagreiðslur.  Það var gert árið 2012 og virðist vera ætlunin að gera núna líka.  Sú aðferð er hvorki lýðræðisleg né heiðarleg.

Í frumvarpinu sem hér um ræðir er víða gert ráð fyrir að aukinn meirihluta þurfi í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Gert er ráð fyrir að breytingar á stjórnarskránni gangi ekki fram nema aukinn meirihluti Alþingis og aukinn meirihluti þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu samþykki breytingarnar.  Í öllum þeim tilvikum sem tilgreint er að aukinn meirihluta þurfi er um að ræða afturkræfar ákvarðanir eða ákvarðanir sem vart munu skipta sköpum fyrir Íslendinga.  Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir auknum meirihluta í uppskrift frumvarpsins að inngöngu Íslands í Evrópusambandið í 113. grein. Þar er þó um að ræða ákvörðun sem mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er að draga til baka.  Ósamræmið er hér himinhrópandi, en væri auðvelt að leysa með því að bæta við 113. grein ákvæði um að ¾ hluta Alþingis og þjóðarinnar þyrfti til að samþykkja valdaframsal á borð við aðild að Evrópusambandinu, eða öðrum samningum sem þar gætu fallið undir.  Óháð því frumvarpi sem hér er lagt fram væri slík málsmeðferð eðlileg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilji meirihluta kjósenda er sem sagt ekki lýðræðislegur, að mati Heimssýnar. cool

"113. gr. ... Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Lög sem heimila framsal ríkisvalds þurfa samþykki 3/5 hluta atkvæða á Alþingi.

Náist ekki sá meiri hluti atkvæða en þó einfaldur meiri hluti skulu lögin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. cool

Við gerð þjóðréttarsamninga um aðild Íslands að alþjóðastofnunum sem fara með yfirþjóðlegt vald og falla undir 1.-3. mgr. skulu heimildarlög borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar." cool

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 18.11.2020 kl. 17:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.11.2020 (í fyrradag):

"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarps að nýrri stjórnarskrá. cool

Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020. cool

Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram.

Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti." cool

Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs frá árinu 2012

Þorsteinn Briem, 18.11.2020 kl. 18:11

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tæpt 900 manna úrtak er ekki meirihluti þjóðarinnar Steini.

Kosninging 2012 var ráðgefandi, ekki bindandi.

Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

18. apríl 2013

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 20. október 2012. Við kosningarnar voru alls 236.850 á kjörskrá, 73,9% landsmanna. Af þeim greiddu 115.890 atkvæði, 48,9% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var hærri en kvenna, 49,9% á móti 47,9% hjá konum.

Semsagt meirihluti þjóðarinnar í þessum kosningum 51,1% kaus ekki sem samkvæmt aðferðarfræði sumra vildi ekki nýja stjórnarskrá.

Það þarf siklyrðislaust að meirihluti þjóðarinnar kjósi til þess að hægt sé að fá nýja stjórnarskrá. Svo er bara ekki og þangað til að liggur fyrir skýr vilji meirihluta þá má skoða málið. Ekki fyrr.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.11.2020 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1176914

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband