Leita í fréttum mbl.is

Skrýtin skepna þessi EES

heimssyn-brexit

Eins og við mátti búast sömdu Bretar og Evrópusambandið á elleftu stundu.  Sá samningur lýtur að frjálsri verslun, báðum til hagsbóta og hann veldur mörgum í Noregi og á Íslandi heilabrotum. 

Hvernig stendur á því að Íslendingar greiða verulegar upphæðir fyrir aðgang að markaði Evrópusambandins sem er svo ekki hindranalaus fyrir helstu útflutningsafurð Íslendinga, sjávarafurðir?  Hvernig má það vera að Ísland ætli að leyfa Evrópusambandinu að skattleggja alla ferðamenn sem til Íslands koma frá löndum utan Schengensambandsins?  Hvernig stendur á því að Íslendingar láta óteljandi reglur og tilskipanir yfir sig ganga, óháð því hvort þörf sé á þeim og hvað það kostar samfélagið?  Hvernig stendur á því að Íslendingar framselja vald í orkumálum til Evrópusambandsins?

Er ekki tímabært að endurskoða fyrirbærið EES?

 

https://neitileu.no/aktuelt/brexit-viser-at-det-finnes-alternativer-til-eos-avtalen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir en þau selja að sjálfsögðu ekki mikið af sjávarafurðum hér á Íslandi. cool

Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu. cool

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri. cool

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum. cool

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis. cool

Þorsteinn Briem, 23.1.2021 kl. 07:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er mýta að vextir myndu sjálfkrafa lækka hér á landi ef gengið yrði í ESB og/eða EMU.

Vextir í mörgum ESB ríkjum og sumum þeirra sem eru í myntbandalaginu eru hærri en hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2021 kl. 13:44

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Með alls konar óvelkominni löggjöf frá ESB til EFTA-landanna upplifa Íslendingar og Norðmenn nú, að EES-samstarfið hafi gengið sér til húðar.  BREXIT opnar ný tækifæri.  Eftir þingkosningar í Noregi og á Íslandi í haust gæti orðið ljómgrunnur innan EFTA um að leysa EES-samninginn af hólmi með fríverzlunarsamningi á milli EFTA (4 lönd) og ESB.  

Bjarni Jónsson, 23.1.2021 kl. 14:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjarni.

Sú löggjöf á sviði neytendaverndar sem hefur verið innleidd hér á landi á grundvelli EES samningsins er langt frá því að vera óvelkomin. Þvert á móti er hún það eina sem stendur í vegi fyrir því að verslanir, bankar og aðrir atvinnurekendur geti án afleiðinga hlunnfarið neytendur með allskonar svikum og óréttmætum viðskiptaháttum.

Ísland bauð þá löggjöf velkomna (ásamt fleiru) þegar EES samningurinn var lögfestur hér á landi 1994. Fram að því var ekki til nein neytendavernd á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2021 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband