Leita í fréttum mbl.is

Evra tóm vitleysa

 

heimssyn-ragnar-onundarson

Enn eru þeir til sem lofa gulli og grænum skógum við það eitt að skipta um gjaldmiðil.  Fáir trúa slíku, og enn færri nenna að svara bullinu.  Einn þeirra sem stundum stingur niður penna um málið er hinn þekkti bankamaður Ragnar Önundarson.  Hann segir m.a. á Fasbók sinni: 

Hugmyndina um að taka upp evru ætti að skoða út frá öllum sjónarmiðum. Ísland er háhagvaxtarssvæði, en ESB stöðnunarsvæði. Að nota mynt og vexti ESB þýddi að vöxtum sem hagstjórnartæki væri kippt úr sambandi. Hagsveiflan kæmi fram í atvinnustiginu. Í góðæri mundi allt fyllast af erlendu vinnuafli og þegar niðursveiflan kæmi yrði stórfellt atvinnuleysi, ekki síst meðal erlendu starfsmannanna. Við mundum laða hingað fólk vegna skammtimaþarfa atvinnulífsins og taka langtimaábyrgð á velferð þess. Af því að gjaldmiðillinn aðlagast ekki utanaðkomandi sveiflum í afla, verðlagi útflutningsvara og komu ferðamanna mundu gjaldeyrisaflandi fyrirtæki týna tölunni. Langan tíma tæki að koma hjólum atvinnulífsins á snúning á ný, sem þýðir að lengri tíma tæki að losna út úr atvinnuleysinu.

https://www.facebook.com/ragnar.onundarson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.10.2018:

F
leiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti." cool

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Undirritaður hélt að íslenska krónan væri sá gjaldmiðill sem notaður væri af almenningi hér á Íslandi og hingað hefðu tugþúsundir útlendinga flutt síðastliðna áratugi. cool

26.8.2020:

Gengislækkun íslensku krónunnar eykur verðbólgu

Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi íslensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því flestir erlendir ferðamenn dvöldu hér árin 2017 og 2018 þegar gengi íslensku krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þá dvöldu hér flestir erlendir ferðamenn. cool

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019

Allir íslenskir ríkisborgarar eru íslenska þjóðin, hvort sem þeir búa hér á Íslandi eða erlendis, en hér býr fólk af um 160 þjóðernum og tugþúsundir Íslendinga búa erlendis, langflestir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Þeir sem búa hér á Íslandi, landsmenn, eru nú um 368 þúsund, þar af um 51 þúsund útlendingar, einnig langflestir frá Evrópska efnahagssvæðinu.

23.3.2019:

Rúmlega 47 þúsund Íslendingar búa erlendis

14.12.2020:

Um 317 þúsund Íslendingar og 51 þúsund útlendingar búa hér á Íslandi

Vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hér á Íslandi, "fjallagrasatínslunnar", og þar af leiðandi mikils innflutnings á erlendu vinnuafli, hefur verið hægt að auka hér kaupmátt um tugi prósenta. cool

24.2.2021:

Kaupmáttur launa hér á Íslandi aldrei meiri en nú

Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna. cool

28.8.2020:

"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.

Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."

"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi." cool

Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund


28.8.2020:

"Greiðslur af óverðtryggðum hús­næðislán­um gætu hækkað veru­lega ef stýri­vext­ir Seðlabank­ans þokast aft­ur upp á við.

Á þetta bend­ir Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Sí­fellt fleiri taka óverðtryggð lán með breyti­leg­um vöxt­um, bæði þeir sem standa í hús­næðis­kaup­um og þeir sem end­ur­fjármagna eldri skuld­ir.

Rann­veig seg­ir ánægju­efni að fólk nýti sér lækk­andi vaxta­stig en ít­rek­ar að fólk þurfi að gera ráð fyr­ir því að greiðslur geti hækkað um­tals­vert.

Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlut­laus­ir" stýri­vext­ir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en nú­ver­andi meg­in­vext­ir bank­ans.

Í út­reikn­ing­um, sem Morg­un­blaðið hef­ur látið taka sam­an og birt­ir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðal­hús­næðisláni hæg­lega hækkað um 50% ef vaxta­stig myndi hækka með fyrr­greind­um hætti." cool

Afborganir gætu hækkað um 50%

Þorsteinn Briem, 12.3.2021 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband