Leita í fréttum mbl.is

Sjónhverfingar aldarinnar

Á sínum tíma stóð til að koma Íslendingum inn í Evrópusambandið með því að telja þeim trú um að um þá mundu gilda sérstakar relgur sem hægt væri að semja um og giltu til eilífðar. Nóg væri að hafa uppi sjónhverfingar á meðan verið væri að koma Íslandi inn í sambandið.  Þegar það væri um garð gengið væri of seint að hætta við, sama hvernig menn hefðu misskilið allt mögulegt og ómögulegt í sambandi við aðildina. 

Enginn mundi hlusta á þann sem segði 10 árum eftir inngöngu: "þetta var ekki það sem okkur var sagt" frekar en þegar innflutningshöft á ófrosnu kjöti voru dæmd ólögmæt á forsendum EES-samningsins sem alls ekki átti að fjalla um slíkt þegar hann var kynntur til sögunnar.

Sitthvað má segja misjafnt um Evrópusambandið, en fulltrúa þess til hróss verður að viðurkenna að hann sagði skýrt að það væri ekkert til sem héti varanlegar undanþágur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR." cool

"Hver aðildarsamningur felur í sér breytingu á stofnsáttmálum Evrópusambandsins."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." cool

"Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins. cool

Hið sama gildir um bókanir en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir.

Í 174. gr. aðildarsamnings Austurríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs er til dæmis sérstaklega tiltekið að bókanir séu óaðskiljanlegur hluti af samningnum."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að aðildarsamningar nýrra ríkja í Evrópusambandinu séu jafnréttháir Rómarsáttmálanum."

"Aðildarsamningarnir sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en í viðauka við þá eru sett fram skilyrði aðildar og aðlaganir á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, sem eru óaðskiljanlegur hluti af aðildarsamningnum.

Samanber til dæmis 2. gr. aðildarsamnings Búlgaríu og Rúmeníu."

Af hálfu Evrópusambandsins er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan sambandsins.

Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er þó reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir. cool

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku. cool

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum en samkvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni. cool

Rökin fyrir þessari bókun eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða frávik frá 56. gr. stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns. cool

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

Finna má ýmis dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál. cool

Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. cool

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við Evrópusambandið um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í Evrópusambandið en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. cool

Finnland, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði." cool

"Af minni undanþágum eða sérlausn má nefna að Svíþjóð fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

"Í aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni. cool

Þegar Grikkir gengu í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf. cool

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningi sínum.

Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í Evrópusambandið og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar. cool

Í aðildarsamningi Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði þar sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali Evrópusambandsins." cool

Þorsteinn Briem, 27.3.2022 kl. 19:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2012:

"Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum,"segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun." cool

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði." cool

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga. cool

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla." cool

Þorsteinn Briem, 27.3.2022 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 1743
  • Frá upphafi: 1176916

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1581
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband