Föstudagur, 6. maí 2022
Musteri upplýsingaóreiðunnar
Frést hefur að Evrópusambandið kaupi rannsóknir á upplýsingaóreiðu og lyðræði. Það fer vel á því. Óreiða af því tagi og aðför að lýðræði náði nefnilega sögulegu hámarki í nafni baráttu fyrir innlimun Íslendinga í Evrópusambandið á sínum tíma.
Kenndi þar margra grasa. Trúboðar æptu í sífellu að fullveldi ríkisins yrði í engu skert en raunveruleikinn er vitaskuld að með aðild hverfur æðsta ríkisvald úr landi til vandalausra manna, manna sem engu sleppa baráttulaust. Spurðu menn á þeim tíma hvort Danmörk væri ekki fullvalda ríki. Evrópusambandið svaraði sjálft með því að tilkynna Dönum að Færeysk skip mættu ekki lengur landa í Danmörku.
Sífellt var talað um samninga og undanþágur, þrátt fyrir að ávallt væri ljóst að undanþágur frá gildandi reglum og ekki síður reglum um ókomna framtíð væri ekki að fá. Embættismenn Evrópusambandsins viðurkenndu það fúslega hvenær sem þeir voru spurðir, og jafnvel óspurðir.
Söngurinn um að mikil auðæfi fengjust með því að skipta um lit á peningaseðlunum ómaði um alla sali. Hámarki í falsi var náð þegar leiðtogum safnaðarins tókst að sannfæra fjöldamarga fjölmiðlamenn og stjórnmálamen um að leyfilegt væri að skipta raunvöxtum út fyrir nafnvexti til að bera saman leiguverð á peningum. Það heitir að reikna skakkt og er fölsun.
Þá sóru boðberar Evrópusambandsins á Íslandi að sambandið hefði ekkert með vígvæðingu og hernað að gera. Allt var það á skjön við Lissabonsáttmálann eins og hann var og er sem og raunveruleikann í A-Evrópu síðastliðnar vikur og mánuði.
Öll þessi upplýsingaóreiða, falsið og rangfærslurnar höfðu að markmiði að breyta stjórn Íslands úr hefðbundnu fulltrúalýðræði í evrópskt skrifræði ókjörinna fulltrúa. Það verða hæg heimatökin hjá háskólamönnum á Íslandi að rannsaka upplýsingaóreiðu og lýðræði. Heimildirnar eru í kippum á timarit.is og eitthvað er líklega enn í skúffunum á þeirra eigin skrifstofum.
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 1740
- Frá upphafi: 1176913
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1578
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
9.3.2022:
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu
Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna.
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
28.8.2020:
"Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við.
Á þetta bendir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem endurfjármagna eldri skuldir.
Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlutlausir" stýrivextir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en núverandi meginvextir bankans.
Í útreikningum, sem Morgunblaðið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti."
Afborganir gætu hækkað um 50%
Þorsteinn Briem, 6.5.2022 kl. 01:27
19.8.2018:
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 6.5.2022 kl. 01:29
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 6.5.2022 kl. 01:30
Á evrusvæðinu búa 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum, og evran er alþjóðlegur gjaldmiðill.
Mörlenska krónan og rússneska rúblan eru hins vegar ekki alþjóðlegir gjaldmiðlar, enda hrundi gengi rúblunnar við innrás Rússlands í Úkraínu núna í febrúar, rétt eins og gengi mörlensku krónunnar hrundi í Hruninu hér á Klakanum haustið 2008.
Á því ári hækkaði gengi evru gagnvart mörlensku krónunni um 86% og stýrivextir Seðlabanka Íslands og Hádegismóra voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Stýrivextir hér á Íslandi og evrusvæðinu 2002-2007
8.1.2015:
Ríflega þrír fjórðu Grikkja vilja áfram tilheyra evrusvæðinu
Rússar þurfa alþjóðlega gjaldmiðla eins og evrur og Bandaríkjadali til að geta keypt erlendar vörur og þjónustu, rétt eins og við Mörlendingar.
28.2.2022:
Stýrivextir í Rússlandi hækkaðir úr 9,5% í 20%
Gríðarlegar sveiflur hafa verið á gengi mörlensku krónunnar og til að mynda hrundi gengið enn og aftur vegna Covid-19.
Og ekkert ríki vill miklar sveiflur á sínum gjaldmiðli.
Við Mörlendingar kaupum erlendar vörur fyrir alþjóðlega gjaldmiðla eins og evrur og Bandaríkjadali sem við fáum fyrir útflutning okkar á vörum og þjónustu.
Evrópusambandsríkin og Bandaríkin eru okkar langstærstu markaðir í útflutningi á bæði vörum og þjónustu.
Og við höfum enga góða ástæðu til að skipta evrum í mörlenskar krónur til að greiða laun og kaupa vörur og þjónustu hér á Íslandi með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.
Ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru stærstu útflutningsgreinar okkar Íslendinga og þær hafa enga þörf fyrir gengislækkanir íslensku krónunnar.
Matvælaverð fer hækkandi í heiminum og þar með verð á íslenskum sjávarafurðum.
Og hér á Íslandi dvöldu flestir erlendir ferðamenn á árunum 2016-2019, þegar gengi íslensku krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þá dvöldu hér flestir erlendir ferðamenn.
Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru einnig stærstu útflutningsgreinar Færeyinga og færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 6.5.2022 kl. 01:56
Ef fleiri Íslendingar vilja nú hlekki ESB um ökkla og úlnliði er það vegna stöðugs áróðurs næstum allra fjölmiðla landsins, sem eru ESB-fjölmiðlar, og RÚV þar verst, Þorsteinn Briem.
Eftir að Donald Trump var bolað úr embætti með rógi og hatursáróðri hefur gríðarlegu magni af verðmætum upplýsingum verið eytt af netinu, og kallað falsfréttir eða hatursáróður. Örlítið af slíku kann að vera innanum, en margt af þessu eru sannanir fyrir samsærum og misyndisverkum glóbalistanna og þeirra elítu sem hefur völd í flestum löndum.
Ég tek 100% með þeim sem hér skrifa, ESB er musteri upplýsingaóreiðunnar. Kerfisbundið er óreiðubundnu rugli komið í umferð þegar gagnrýni kemur fram á Joe Biden, eða stóra leikendur í þessum elítustjórnmálum.
Stærsti hlutinn af því sem Evrópusambandið vill banna af Facebook og öðrum samfélagsmiðlum á erindi við fólk og vekur það til umhugsunar. Elon Musk er verndari frjálsrar fjölmiðlunar í dag, greinilega, og vantar fleiri slíka.
Það er rétt að höftin í Rússlandi eru ömurleg. En hvernig stendur á því að þeir sem trúa á Evrópusambandið sem frelsandi engil viðurkenna ekki höftin þar og þöggunina, kúgunartilburðina?
Ég hef oft viðurkennt ákveðna kosti við að ganga í ESB, en það er bara of dýru verði keypt, þegar það samband er fasískt, eða brennandi hús eins og Jón Baldvin sagði, og útrýmir hér öllu frelsi.
Ingólfur Sigurðsson, 6.5.2022 kl. 22:03
Tek undir með þér Ingólfur,um leið og ég undirstrika að þeir sem svo greinilega lifa á blekkingum til frama og hvort sem það eru einstaklingar eða flokkar/sambönd og nýta þær til að ná völdum eru fjendur í mínum huga; sérstaklega þegar ættjörð mín er í húfi.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2022 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.