Leita í fréttum mbl.is

Hjörtur og Carl á Kálfskinni

Á þeirri tíð er Íslendingar lærðu dönsku af amerískum myndablöðum var saga af manni sem átti sér tvíþætta vörn í máli um brotna diska.  Í fyrsta lagi hefði hann alls ekki fengið diska að láni og í öðru lagi hefðu diskarnir verið sprungnir þegar hann fékk þá að láni.

Samtal Hjartar J. Guðmundssonar og Carls Baudenbacher á síðum Morgunblaðsins minnir á ofanritaða sögu og hefur samtalið fengið minni athygli en tilefni er til.  Í hugmyndaheimi EES mynda EFTA og Evrópusambandið tvær jafnar stoðir.  Þegar í ljós kemur að þær eru ekki jafnar þarf að útskýra.  Verður sú umræða öll á dýptina, því í ljós kemur að þær eru i fyrsta lagi jafnar og í öðru lagi ekki jafnar.    

Að áeggjan Hjartar hefur Carl bæði viðurkennt og reynt að útskýra stöðuna.  Hún er í stuttu máli sú að EFTA-menn séu svo miklir fúskarar og aular að alvöru menn í Evrópusambandinu geta ekki, sóma síns vegna, tekið mark á þeim.  Hið margrómaða tveggja stoða kerfi í EES-samstarfinu er semsagt þannig að þegar Evrópusambandsstoðin nennir EFTA-stoðinni ekki lengur, þá er það Evrópusambandið sem ræður.

Það var auðvitað barnaskapur frá upphafi að halda að tveggja stoða kerfið væri annað en tímabundin sjónhverfing, ætluð til að smyrja vélina sem átti að hjálpa Evrópusambandinu að éta EFTA.

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1810338/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2114
  • Frá upphafi: 1188250

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1922
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband