Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæði þjóðar og mannfórnir

330px-Sigurðsson_by_Þorláksson

Þegar ágreiningur nær ákveðnu stigi í Evrópu, og víðar um heiminn, hefjast mannfórnir.  Þær standa nú yfir í A-Evrópu í stórum stíl.  Annað veifið tala valdamenn á þann veg að það sé ekki alveg nógu gott, en þess á milli eru fórnirnar lofsungnar.  Á endanum linnir manndrápum og kemur þá niðurstaða sem allir, sem vilja, sjá að fá hefði mátt fá án þess að drepa nokkurn mann.  Fáir verða þó til að segja það, en meira verður talað um helgi þeirra og dýrð sem drápu og voru drepnir.  Verður þá hlé á vopnaskaki um hríð, uns tilefni finnst til að hefja fórnir á ný.  Slík er saga Evrópu. 

Það er gæfa Íslendinga að hafa ekki sogast inn í þennan útlenda vitleysisgang og skylda okkar sem lifum nú að forða afkomendum okkar frá því.  Það verður best gert með því að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands.  Minnumst þess nú á afmæli lýðveldisins.

Gleðilega þjóðhátíð.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek heilshugar undir að það er gæfusamast að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands og það skulum við gera.

Hinsvegar er ég ekki viss um að það sé leið til að forðast stríðsátök. Úkraínumenn eru að heyja stríð til að verja sjálfstæði sitt og fullveldi, ekki bara á Moggablogginu heldur á vígvellinum, hvaðan stór hluti þeirra snýr aldrei aftur.

Ég held að eina ástæðan fyrir því að við erum yfirhöfuð sjálfstæð og fullvalda þjóð, að við höfum verið meðlimir í NATO allt frá stofnun varnarbandalagsins.

Fullveldi og sjálfstæði getur þurft að verja með blóði. Eini munurinn á okkur og Úkraínu t.d., er að við ætlumst til að fólk í öðrum löndum verði drepið við að verja okkar sjálfstæði, en við sleppum við allar slíkar þjáningar sjálf.

Að mæður í öðrum löndum missi syni sína og ungar konur verði ekkjur fyrir aldru fram, til þess að fólk í okkar landi sleppi við svo hræðileg örlög.

Að ungir menn verði ekklar, því konur eru núna sendar til að berjast rétt eins og karlmenn til að íslensk ungt fólk sleppi við það hlutskipti.

Óska annars aðstandendum síðunnar gleðilegrar þjóðhátíðar og Heimssýn góðs gengis í sinni baráttu.

Theódór Norðkvist, 19.6.2022 kl. 19:04

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er eiginlega gaman að sjá hvað Theódór getur misskilið ágæta færslu Haraldar hjá Heimssýn.

Jónatan Karlsson, 19.6.2022 kl. 21:38

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Jónatan. Átta mig ekki alveg á hvað ég á að hafa misskilið. Ég skildi síðustu málsgreinina sem svo að við ættum að forðast að dragast inn í stríðsátök með því að standa vörð um fullveldi okkar.

Vandamálið er að við erum þegar flækt inn í þau með veru okkar í NATO og þátttöku (eða ekki) í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. Við getum haft mismunandi skoðanir á því hvort það sé rétt og það er allt í lagi. Ég hef ákveðna skoðun á því og þú aðra. Engin ein skoðun er sú rétta.

Theódór Norðkvist, 19.6.2022 kl. 22:51

4 identicon

Íslendingar hefðu aldrei getað komið í veg fyrir hernám Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Það voru  Bretar og Bandaríkjamenn sem komu í veg fyrir það.

Þrátt fyrir einhver lofmæli og skjall, þá held ég að lítill dýrðarljómi ríki yfir líkum fallinna hermanna, hvorki í þessu Úkraínustríði né í öðrum styrjöldunum, miklu fremur ríkir þar djúp sorg og reiði.

Fæstir þeirra voru hetjur, bara menn eins og "þú og ég", sem voru reknir áfram eins og fé til slátrunar.

Þannig skilst mér að verið hafi upplifun þeirra hermanna sem voru til frásagnar eftir síðari heimsstyrjöld.

Auðvitað komu þar fyrir atvik sem reyndu á hið innsta eðli mannsins, atvik sem sjaldan koma fyrir í hversdagslífinu. Þá kom í ljós hvort hinn venjulegi "hversdagsmaður" var hetja eða gunga, öðlingur eða fantur.

En eins og einhver orðaði það: "Í stríði er tilveran ekki svarthvít, hún er meira eða minna grá".

Hörður ´Þormar (IP-tala skráð) 20.6.2022 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 1464
  • Frá upphafi: 1120095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1219
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband