Leita í fréttum mbl.is

Við erum í stríði

heimssyn-borrell

 "Við erum á fullu í stríði" (Estamos in plena guerra) segir utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Jósep Borrell. 

Það er ágætt að halda þessum orðum til haga. 

Menn geta svo velt fyrir sér hver hlutur Íslendinga yrði í framtíðarstyrjöldum Evrópusambandins ef þeir álpuðust þar inn. 

 

Ummælin eru í viðtali í El País, sem er lokað, en ágrip er m.a. hér: 

https://laptrinhx.com/news/europeans-must-be-willing-to-pay-to-support-ukraine-top-eu-diplomat-8boAePG/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.3.2022:

Um 99% Íslendinga fordæma innrás Rússlands í Úkraínu - Um 89% styðja harðar efnahagsaðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Rússum

Að sjálfsögðu er ekkert ríki í NATO hlutlaust ríki og langflest ríki Evrópusambandsins eru í NATO. Þegar Svíþjóð og Finnland hafa fengið aðild að NATO verða einungis fjögur ríki í Evrópusambandinu ekki í NATO, Írland, Austurríki, Kýpur og Malta.

Og á fundum NATO hefur verið samþykkt stefna hvað snertir innrás Rússlands í Úkraínu.

Vinstri grænir eru eini þingflokkurinn á Alþingi sem er andvígur aðild Íslands að NATO.

Og meirihluti Íslendinga styður aðild Íslands að NATO og Evrópusambandinu samkvæmt skoðanakönnunum.

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

Samkvæmt Sambandslagasamningi Íslands og Danmerkur frá árinu 1918 var Ísland opinberlega hlutlaust ríki í seinni heimsstyrjöldinni, sem kom þó ekki í veg fyrir að Þjóðverjar sökktu íslenskum skipum, enda sigldu mörg þeirra með fisk til Bretlands.

Hlutfallslega svipaður fjöldi Íslendinga og Norðmanna dó vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Ráðist var inn í bæði Ísland og Noreg og ríkin hersetin, Noregur af Þjóðverjum og Ísland af Bretum, þannig að hlutleysið hafði þar ekkert að segja.

Ísland og Noregur voru svo stofnríki NATO árið 1949.

Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins (Treaty of Lisbon):

"Does the Treaty of Lisbon create a European army?

No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 15.8.2022 kl. 18:52

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ungverjar hafa skorið sig úr aðgerðum NATO og ESB. Því hefur ekki verið tekið fagnandi. Ukraína er ekki meðlimur ESB og ekki í NATO heldur. Samt hefa bæði þessi samtök hagað sér "nánast einsog" það hafi verið ráðist á aðildarríki. Það gengur ekki til lengdar að láta svona enda virðist manni ESB sé að þóknast USA fremur en okkar hagsmunum. Ef ekki verður stefnubreyting mun það koma í bakið á okkur. Rússar eru nágrannar okkar en ekki Bandaríkjanna og  friður í Evrópu byggist á friði við þá. Að gera Evrópu að vígvelli er verka utanríkisþjónustu USA. Hingað til hafa þeir haft hagsmuni af báðum styrjöldum fyrri aldar. Vitna til þess að hafa bjargað okkur frá sjálfum okkur. Í þetta sinn halda þeir sig víðfjarri. Klókir menn í Washington. Kjánar í ESB. 

Gísli Ingvarsson, 16.8.2022 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 113
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 692
  • Frá upphafi: 1116885

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband