Leita í fréttum mbl.is

Evrópsk fyrirtæki kvarta undan háu gengi evrunnar

c_seilliereEvrópsk stórfyrirtæki hafa nú bæst í ört stækkandi hóp stjórnmálamanna sem krefjast þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að koma böndum á hækkandi gengi evrunnar gagnvart dollaranum og öðrum gjaldmiðlum. Frá þessu var m.a. greint í breska viðskiptablaðinu Financial Times 3. október sl. Í bréfi til fjármálaráðherra aðildarríkja evrusvæðisins sagði Ernest-Antoine Seillière, forseti heildarsamtaka evrópskra atvinnurekenda Business Europe, að nú væri svo komið að evrópsk fyrirtæki væru farin að "líða kvalir" vegna hás gengis evrunnar. Sagði hann að áhyggjur evrópskra fyrirtækjaeigenda færu vaxandi en hefðu til þessa að mestu farið hljótt.

Hátt gengi evrunnar er þó ekki það eina sem gerir fyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins erfitt fyrir. Þannig var t.a.m. greint frá því í janúar á síðasta ári að mörg framsæknustu fyrirtækin innan sambandsins beindu fjárfestingum sínum í auknum mæli til ríkja og markaðssvæða utan þess vegna vaxandi reglugerðafargans heima fyrir, þá einkum til Bandaríkjanna og Asíuríkja. Kom þetta fram í niðurstöðum skýrslu sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Heimildir:
Business calls for euro action (Financial Times 03/10/07)
ECB urged to halt rise of the euro (Daily Telegraph 04/10/07)
Strong euro 'painful' for European firms, business says (Euobserver.com 04/10/07)
Red tape 'turning best firms away from Europe' (Daily Telegraph 21/01/06)
Evrópsk fyrirtæki farin að forðast fjárfestingar í Evrópu (Mbl.is 25/01/06)

Tengt efni:
Mun Airbus flytja starfsemi sína til Bandaríkjanna?
Frakkar kvarta sáran undan háu gengi evrunnar

Er Evrópusambandið skriffinskubákn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband