Laugardagur, 27. október 2007
Tala af lítilsvirðingu um íslenskan sjávarútveg
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa fjallað af ákveðinni lítilsvirðingu um sjávarútveginn hér á landi í ræðu á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) sem lauk í gær. Sigurður Kári kom víða við í ræðu sinni og m.a. inn á Evrópumálin og fer sá hluti ræðunnar hér á eftir með góðfúslegu leyfi höfundar:
"Í þriðja lagi vil ég nefna umræðuna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem reglulega skýtur upp kollinum. Af fréttaskeytum síðustu daga að dæma virðast áhugamenn um aðild aftur vera farnir að láta að sér kveða, eftir að hafa legið í leyni um nokkurt skeið.
Nú vill þetta ágæta fólk fara að láta kanna hvort EES-samningurinn brjóti í bága við stjórnarskránna og vill auk þess breyta stjórnarskránni til að greiða fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Í umræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa Evrópusinnar að mínu mati talað af ákveðinni lítilsvirðingu um sjávarútveginn. Þeir hafa ítrekað sagt að þar sem vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum skipti nú minna og minna máli sé það ekkert tiltökumál að íslensk útgerðarfyrirtæki að þurfa að lúta reglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.
Mér finnst miður að íslenskir stjórnmálamenn tali með þessum hætti um eina undirstöðuatvinnugrein landsins. Raunar ættu stjórnmálamenn ekki að tala með þessum hætti um neina atvinnugrein.
Í mínum huga kemur aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki til greina. Í henni væri fólgin óþolandi óvissa um framtíð fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Þeir sem fylgst hafa með þeim að undanförnu vita að drög að stjórnarskrá sambandsins, sem felld voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í Hollandi og Frakklandi og hurfu í kjölfarið af yfirborði jarðar, hafa dúkkað upp á nýjan leik. Nú í formi fjölda samninga, sem ekki munu verða lagðir fyrir íbúa sambandsins og verða vafalítið að lögum án þeirra vitundar.
Í þessum samningum verður endanlega staðfest, að stjórn sjávarauðlinda verður á valdi Evrópusambandsins, en ekki aðildarríkja þess. Þetta er mikilvægt fyrir okkur að hafa á hreinu, því hér dettur engum manni í hug að framselja yfirráð yfir auðlindunum til Belgíu. Það fæli í sér tilræði við íslenskan sjávarútveg. Það vita allir sem hafa látið þessi mál sig varða, einnig þeir sem hlynntir eru aðild. En því miður virðast þeir enn vera reiðubúnir til að fórna hagsmunum heillar atvinnugreinar fyrir þetta áhugamál sitt."
Heimild:
Stjórnarskráin og stjórnmálin (Ræða Sigurðar Kára Kristjánssonar á aðalfundi LÍÚ 2007)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
- Guðmundur Ásgeirsson bendir réttilega
- Lýðræðisleg leið til afnáms lýðræðis
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Í...
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Vaxtavitleysa
- Er stefnan eintóm blekking?
- Um hvað snýst málið?
- Á Seltjarnarnesi
- Að fá einhverja aðra til að stjórna
- Vindhögg
- Bjarni bilar ekki
- Er ekki bara best að banna meira?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 59
- Sl. sólarhring: 438
- Sl. viku: 1814
- Frá upphafi: 1162266
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1627
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 55
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú lengi sagt og það er nú raunar alltaf að koma betur í ljós, að það breytir engu fyrir okkur sem þjóð hvort eigendur kvótans heita Samherji eða Youngs Blue Crest. Mér finnst meira að segja líklegt, að það gæti orðið meira eftir af arðinum í landinu sem fjárfesting í greininni hjá YBC en hjá Samherja, sem fjárfestir erlendis hverja krónu sem þeir sjúga undan nöglunum á íslenskum sjómönnum og verkafólki.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.10.2007 kl. 00:36
Tek undir hvert orð sem Kristinn segir, og ég hef verið meir og meir að komast á skoðun Hafsteins, og vil jafnvel íhuga það að opna fyrir það að selja EB aðgang að Íslands, í formi á sölu á aflakvóta, líkt og Grænlendinar hafa gert í áraraðir, væri ekki hissa að verðmæti kvótanna væri hærra en nemur heildaraflaverðmæti okkar í dag.
Þá yrði líka veisla hjá eftirlitsiðnaðnum fiskistofu og Landhelgisgæsunni, og gætu þær sjálfsagt tekið við meginn þorranum af sjómönnum, líkt og hefur gerst í flugstöðinni eftir brotthvarfs hersins.
haraldurhar, 28.10.2007 kl. 01:02
Hvað sem líður skiptum skoðunum um núverandi kerfi fiskveiðistjórnunar við Ísland breytir það því ekki að ófáir Evrópusambandssinnar hafa beinlínis hlakkað yfir því að vægi sjávarútvegar í íslenzku efnahagslífi hafi minnkað og af þeim sökum sé að þeirra mati sífellt minni ástæða til að taka tillit til hagsmuna þeirra sem stunda sjávarútveg hér við land, algerlega óháð því hvort það séu útgerðamenn, sjómenn eða aðrir sem hafa lifibrauð sitt með einum eða öðrum hætti af þessari atvinnugrein. Þeir hagsmunir standa einfaldlega í vegi fyrir því markmiði þessara aðila að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.