Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskrá ESB í dularklćđum

c_ragnar_arnaldsSagt hefur veriđ ađ ţjóđir sem ánetjast samrunaferli ESB lendi strax í ţeim vítahring ađ ţćr eru látnar kjósa aftur og aftur í ţjóđaratkvćđagreiđslum ef niđurstöđurnar falla ekki ađ áformum forvígismanna ESB. Ţetta hafa Norđmenn, Danir og Írar margreynt. En ef niđurstađan er jákvćđ er aldrei kosiđ aftur. Frakkar og Hollendingar felldu fyrirhugađa stjórnarskrá ESB í ţjóđaratkvćđi og vitađ var međ vissu ađ sama myndi gerast í Bretlandi. Lausn leiđtoga ESB liggur nú fyrir: ţeir hafa komiđ sér saman um nýjan samning međ efnislega hliđstćđu innihaldi en í nýjum umbúđum og undir nýju nafni.

Í stađ ţess ađ láta kjósa upp á nýtt, eins og gamla ađferđin var, ţá ćtla ţeir af ótta viđ kjósendur ađ hundsa álit almennings međ öllu og sleppa ţjóđaratkvćđi um nýja samninginn nema hjá ţví verđi alls ekki komist. Stóraukiđ fullveldisafsal ađildarríkja ESB verđur ţvingađ fram án ţess ađ leita eftir vilja íbúanna.

Nú kynni einhver lesandinn ađ halda ađ hér sé ekki rétt frá skýrt og nýi samningurinn sé einfaldlega annars eđlis. Ég vil ţví vitna til ummćla Valery Giscard d'Estaing, fyrrv. forseta Frakka, orđum mínum til stađfestingar, en hann hafđi yfirumsjón međ gerđ stjórnarskrárdraganna. Hann sagđi blátt áfram á Evrópuţinginu 17. júlí sl: "Innihaldiđ er ţađ sama og í stjórnarskránni sem hafnađ var, en forminu hefur veriđ breytt úr lćsilegri stjórnarskrá og yfir í tvö óskiljanleg drög ađ milliríkjasamningum."

Nú um helgina lék mér forvitni á ađ fá ađ vita hvort ákvćđiđ um úrslitayfirráđ ESB yfir lífríki sjávar viđ strendur ađildarríkja međ sameiginlegri yfirstjórn fiskveiđimála vćri inni í Lissabon-samningnum. Ekki reyndist auđsótt ađ fá botn í ţađ mál. Í stađ samhangandi texta eru nú settir fram 14 milliríkjasamningar og texti ţeirra er ekki samhangandi heldur í formi orđalagsbreytinga á samningum sem áđur hafa veriđ samţykktir. Ţví ţarf ađ bera saman mörg skjöl til ađ botn fáist í samhengiđ.

Textinn um úrslitayfirráđ ESB yfir 200 mílna lögsögu ađildarríkjanna var áđur ađ finna í gr. I.13 í stjórnarskránni en er nú orđréttur eins og hann var ţar í einum af nýju samningunum undir fyrirsögninni B. Specific Amendments 19) Title I Article 3 (d): "The Union shall have exclusive competence to establish competition rules within the internal market, and in the following areas . . . the conservation of marine biological resources under the common fisheries policy." Ţetta er mikilvćgt fyrir Íslendinga ađ vita. Vafalaust munu ţeir seint sćtta sig viđ ađ úrslitaákvarđanir um nýtingu fiskistofnanna innan 200 mílna lögsögunnar verđi teknar í ráđherraráđi ESB á árlegum nćturfundum sem međal innanbúđarmanna ţar á bć nefnast: "nótt hinna löngu hnífa" en ţar myndi Ísland hafa innan viđ 1% atkvćđa.

En hver er svo skýringin á ţví ađ leiđtogar ESB hafa sent frá sér ígildi stjórnarskrár í formi sundurslitins samsafns af lagatextum sem erfitt er ađ átta sig á. Skýringin er einföld ţótt hún hljómi ótrúlega. Viđ skulum láta fyrrverandi forsćtisráđherra Ítalíu, núverandi innanríkisráđherra, gefa okkur skýringuna. Hann sagđi 16. júlí sl. samkvćmt euobserver.com ađ stjórnarskráin hefđi vísvitandi veriđ gerđ ólćsileg fyrir borgarana til ţess beinlínis ađ komast hjá ţjóđaratkvćđagreiđslum: "Ţeir (ESB-leiđtogar) ákváđu ađ skjaliđ ćtti ađ vera ólćsilegt. Ef ţađ er ólćsilegt er ţađ ekki í eđli sínu stjórnarskrá, ţetta var viđhorfiđ. Ef mögulegt hefđi veriđ ađ skilja textann viđ fyrstu sýn hefđi kannski skapast grundvöllur fyrir ţjóđaratkvćđi, ţví ađ ţađ hefđi ţýtt, ađ ţar vćri eitthvađ nýtt ađ finna." (Rćđa hjá "Center for European Reform" í Lundúnum 12. júlí s.l. Heimild: euobserver.com 16. júlí 2007.)

Ţetta er óneitanlega makalaus vitnisburđur um ţađ virđingarleysi fyrir lýđrćđinu sem viđgengst í stofnunum ESB.

Breytingarnar frá núverandi skipulagi sem felast í Lissabon-samningnum eru tvímćlalaust mjög mikilvćgar og fela í sér stórt skref í átt til formlegs stórríkis. Vafalaust er mikilvćgasta breytingin fólgin í ţví ađ neitunarvald ađildarríkja er afnumiđ á rúmlega 60 sviđum og í stađinn koma meirihlutaákvarđanir ţar sem krafist er ađ 55% ađildarríkjanna hafi greitt lagafrumvarpi atkvćđi og ţeir sem veiti samţykki sitt hafi 65% af íbúum ESB ađ baki sér. Tćpast ţarf ađ taka ţađ fram ađ ţessi tilhögun eykur mjög áhrifamátt stóru ríkjanna en er ađ sama skapi óhagstćđ fyrir smáríkin.

Í ríkjabandalögum er oftast reynt ađ tryggja ađ stór ríki vađi ekki algjörlega yfir smáríki međ sérstökum stofnunum til hliđar viđ meginţingiđ. Sem dćmi má nefna öldungadeild bandaríska ţingsins ţar sem hvert fylki fćr tvo ţingmenn óháđ fólksfjölda. Svipađ gildir í sambandsráđi Ţýskalands. Hins vegar er ekkert slíkt ađ finna í stofnanakerfi ESB. Ţingmannafjöldi á ESB-ţinginu verđur 750 en Ísland myndi fá 6 ţingmenn viđ ađild og eru ţađ 0,8% áhrif og í ráđherraráđinu fengju Íslendingar 3 atkvćđi af 348 eđa um 0,86%.

Ragnar Arnalds,
formađur Heimssýnar

(Birtist áđur í Morgunblađinu 23. október 2007)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband