Leita í fréttum mbl.is

Afgerandi andstaða gegn ESB-aðild í Noregi

Mikill meirihluti Norðmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi sem gerð var fyrir norsku dagblöðin Nationen, Klassekampen og Dagen. Samkvæmt henni eru nú 53,4% Norðmann andvíg aðild en aðeins 34,6% henni hlynnt. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti eru 60,6% á móti aðild en 39,3% henni fylgjandi.

Fjöldi skoðanakannana eru gerðar árlega í Noregi um afstöðu landsmanna til Evrópusambandsaðildar og hafa niðurstöðurnar verið upp og ofan í gegnum tíðina, en síðan Frakkar og Hollendingar höfnuðu fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins í byrjun sumars 2005 hefur verið viðvarandi afgerandi meirihluti gegn aðild að sambandinu.

Heimild:
Stort flertall mot EU i Ap og Frp (Verdens gang 03/12/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 2117
  • Frá upphafi: 1112159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1912
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband