Leita í fréttum mbl.is

Fiskveiðistefna ESB fær falleinkunn

Fiskveiðistefna Evrópusambandsins fær falleinkun í nýrri endurskoðunarskýrslu sem Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins hefur gefið út. Í skýrslunni segir m.a. að upplýsingar um fiskveiðar séu óáreiðanlegar og ófullkomnar og eftirlitskerfi ómarkviss og komi ekki í veg fyrir brot. Á það er einnig bent að ef ekki er hægt að styðjast við réttar upplýsingar, eftirlit og framkvæmd reglna fiskveiðistjórnunar, þá sé ómögulegt að byggja upp raunhæfa fiskveiðistefnu á vettvangi ESB. 

Skýrsla Endurskoðunarréttarins kemur í framhaldi af ítarlegri rannsókn þar sem könnuð var starfsemi framkvæmdastjórnarinnar og hvernig staðið væri að því að innleiða reglur í tengslum við fiskveiðistefnu ESB og miðla upplýsingum um veiðar í sex aðildarríkjum (Danmörku, Frakklandi, Ítalíu Hollandi, Spáni og Bretlandi).

Óhætt er að segja að skýrslan staðfesti það sem haldið hefur verið fram af hálfu forsvarsmanna LÍÚ að framkvæmd sjávarútvegsstefnu ESB sé í miklum ólestri, en flestir fiskistofnar á yfirráðasvæði sambandsins eru ofveiddir og í hættu.

Niðurstöður endurskoðunarskýrslunnar eru annars í stuttu máli eftirfarandi:

  • Upplýsingar um fiskveiðar eru óáreiðanlegar og ófullkomnar.  Ekki er því   hægt   að vita hver raunveruleg veiði er.  Vegna þess að upplýsingar eru rangar geta þær ekki skapað réttan grunn fyrir ákvarðanir um fiskveiðikvóta.
  • Eftirlitskerfi aðildarríkjanna eru ómarkviss og koma ekki í veg fyrir brot á fiskveiðireglum og stefnu ESB í fiskveiðum.
  • Sektir aðildarríkjanna vegna brota á fiskveiðireglum hafa ekki fælingaráhrif.

Í skýrslunni er bent á að Framkvæmdastjórn ESB hafi ekki úrræði til að bregðast við með skjótum hætti til að þrýsta á aðildarríki þegar þau fara ekki eftir settum reglum. Ekki eru heldur til staðar eftirlitskerfi sem tryggja að réttar upplýsingar um framkvæmd fiskveiðireglnanna í aðildarríkjunum berist til Framkvæmdastjórnarinnar.  Því er einnig haldið fram að styrkjakerfi  ESB og aðgerðir sem miða að því að draga úr umframafkastageta fiskveiðiflotans séu ekki að skila árangri og geti ýtt undir brottkast og tilhneygingu til að gefa upp minni afla.

Skýrslan þykir undirstrika mikilvægi þess að framkvæmdastjórn sambandsins taki fiskveiðistefnuna til endurskoðunar, en áætlað er að á síðari hluta næsta árs verði ný stefna kynnt.  

Heimildir:
Fiskveiðistefna ESB fær falleinkunn (Líú.is 07/12/07)
Fiskveiðistefna ESB fær falleinkunn (Viðskiptablaðið 08/12/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Í samantektinni hefði allt eins staðið í veiðiráðgjöf Hafró

Hér er ekkert tekið tillit til kveinstafa náttúrunnar og hver ,,fræðingurinn" af öðrum koma fram og segja okkar kerfi það,,besta í heimi" en raunveruleikinn er allt annar.

Fuglar sem áður lifðu góðu lífi á gjöfum hafsins eru nú á flugi langt uppi á hálendinu, í leit að æti. Verður þar fyrir Rjúpan og aðrir mófuglar. Menn draga síðan alrangar ályktanir af þessu og kenna Lágfótu um minnkandi viðkomu á mófuglum.

EF skoðuð er gögn um ,,bleyður" og mið önnur á Patreksflóa og allt inn fyrir Keflavík á Barðaströnd og svo allar götur út Röstina og eftir ,,kantinum" allt norður undir opið Djúpið, kemur í ljós, að ,,hólar og dalir" sem áður voru mjög gjöfulir fyrir skakara og jafnvel snurvoðarkarla, eru nú horfnir og nánast ekkert líf þar.

Klungur og Kórlallar eru löngu í burtu og því eyðilegt um að litast þarna fyrir smákvikindin og því lítið um fæðu fyrir uppvaxandi Þorsk.

Samkvæmt fréttum að Vestan verða menn nú enn að neita þeim um Skötu (nú aðallega lóðskötu þar sem stórskatan er löngu útdauð á miðunum heima)- sem ekki voru í viðskiptum við þa´áður og ennig það, að heldur verði að draga úr afgreiddu magni, þar sem

Bjarni Kjartansson, 10.12.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

helvítis tlvan fór hamvförum og vistaði áður en ég var búin að ausa nóg.

Menn draga úr afgreiddu magni til viðskiptavina sinna, vegna þess að EKKI VEIÐIST NÆGJANLEGT MAGN.

Allir vita hvernig Skatan fjölgar sér og hvða þarf til, að hún geti komið sínu eggi fyrir með góðu móti. Til þess þarf nibbur og gróður. Hvorugt er þarna lengur, þar sem togveiðarfæri eru löngu löngu búin að jafna misfellurnar við botninn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.12.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég veit ekki hvort að ekki er nægjanlegt að fara á Evrópska fiskmarkaði og því sunnar sem dregur í álfunni Evrópu eru sjómenn að veiða sig niður í gegnum fæðukeðjuna. Undirmálsfiskurinn og tittirnir á mörkuðunum sýna það. Hollendingar veiða fjarðar-rækjur á stærð við teiknibólur. Það þarf ekki neina milljóna króna skýrslu tuga embættismanna til að sjá að eitthvað er ekki í lagi.

Anna Karlsdóttir, 10.12.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er betra að sjá raunsæja og gagnrýna úttekt heldur en rembinginn í Hannesi Hólmsteini og Líú þar sem því er haldið statt og stöðugt að á Ísland sé besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Þó að aðalmarkmiðið um vernd fiskstofnana hafi mistekist. Ef til vill getur Líú lært af sambandinu hvað varðar slíkar úttektir. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2007 kl. 18:38

5 identicon

Ég veit alls ekki hvernig þessi skýrsla er unnin en ég vil þó segja að ég held að þetta sé verulega mistúlkað, þ.e að Fiskveiðistefnan fái falleinkunn þó eftirlit sé í ólagi. Ef ég nefni eftirlit í Eystrasalti þá hefur það alltaf verið í ólagi, löngu fyrir daga ESB meira að segja.

Það er í raun hægt að draga þá ályktun við lesturinn að það sé afleiðing fiskveiðistefnu ESB að eftirlit sé í molum. Sannleikurinn er sá að t.d Dansk eftirlit hefur verið stóreflt t.d eftir inngöngu í ESB og miklu meiri fjármunum er veitt í það en áður. Það virðist hins vegar ekki hugnast hvorki Heimsýn né LÍÚ að nefna það.

Hvernig er eftirliti á Íslandsmiðum annars háttað?

Er aðeins búinn að glugga í skýrsluna og ég get ekkiséð það sagt beinum orðum að ekki sé mögulegt að byggja upp sameiginlega fiskveiðistefnu eins og ýjað er að.

Guðmundur Þórðarson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 319
  • Sl. sólarhring: 472
  • Sl. viku: 2400
  • Frá upphafi: 1188536

Annað

  • Innlit í dag: 280
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 266
  • IP-tölur í dag: 263

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband