Leita í fréttum mbl.is

Hver er lykillinn að velgengni Íslendinga?

"Ég er þeirra skoðunar að listir og menning skipti miklu máli. Hvaða gildi skipta máli þegar fólk horfir til baka eftir 100 ár. Það verða ekki eingöngu hinir hagrænu mælikvarðar sem verða tíndir til, einnig listir, svo sem myndlist, tónlist og skáldverk. Menninguna munu afkomendur okkar skoða og leggja mælistikuna á, ekki síður en afkomutölurnar.

Til eru forystumenn í atvinnulífinu sem geta ekki beðið eftir því að við slátrum krónunni, gjaldmiðlinum okkar, og forstjórar í útrás kvarta yfir því að þurfa að burðast með íslenskuna. Ég undrast svona ummæli. Ein af ástæðum þess að okkur gengur eins vel og raun ber vitni er sú að við tölum íslensku. Við eigum ævafornt tungumál sem ristir djúpt og við eigum okkar gjaldmiðil og erum sjálfstæð þjóð. Það gerir okkur sérstök þegar við erum að hasla okkur völl erlendis. Um leið og við hættum að tala íslensku og förum að nota evru höfum við ekki sérstöðu lengur. Við töpum mikilvægum parti af okkur sjálfum."

Sigurður Gísli Pálmason í viðtali við Morgunblaðið 13. desember 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála en...

Það má gæta þess að blanda ekki saman krónunni og Íslenskunni. Ef við hættum að nota krónuna er ekkert sem segir að við getum ekki talað Íslensku. ÉG skil engu að síður hvert verið er að fara en finnst þó heldur djúpt í árina tekið með þessu.

Gleymum ekki að bilið milli ríkra of fátækra mun minnka við upptöku evrunnar og síðast en ekki síst geta Íslendingar gengið að því vísu að efnahagurinn mun fylgjast að öðrum evrópulöndum. Það kemst á ákveðið jafnvægi.

Hvað Íslenskuna varðar þá er hún hálfgert hoppy, áhugamál 300.000 sérvitringa. Það er sjálfsagt að halda henni við og varðveita hana, gæta þess að við tölum Íslensku á Íslandi og notum hana í hvívetna þegar kemur að samskiptum íslendinga á milli. En ef Íslenskan og Krónan er það eina sem gerir okkur sjálfstæð þá er nú ekki mikið varið í það sjálfstæði.

Stefán (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 06:18

2 identicon

Lykillinn að velgengni Íslendinga er sú óbilandi trú að við séum þungamiðja alheimsins og að okkar heimssýn sé gífulega mikilvæg. Með þessa trú að vopni þá framkvæmum við hluti sem að aðrir láta sig einungis dreyma um. Þetta er í senn okkar styrkur og veikleiki. Að trúa því að tunga okkar og gjaldmiðill sé svona mikivægur er hluti af þessari trú.

lindin (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefán:
"Gleymum ekki að bilið milli ríkra of fátækra mun minnka við upptöku evrunnar og síðast en ekki síst geta Íslendingar gengið að því vísu að efnahagurinn mun fylgjast að öðrum evrópulöndum. Það kemst á ákveðið jafnvægi."

Mun bilið á milli ríkra og fátækra minnka ef evran verður tekin upp? Og mun efnahagurinn hér þá fylgja öðrum Evrópulöndum? Er staðan eins í öðrum Evrópulöndum í efnahagslegu tilliti? Nei.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.12.2007 kl. 00:29

4 identicon

Hvers vegna í ósköpunum ætti bilið milli ríkra og fátækra að minnka við upptöku evru? Er það minna í Evrulöndunum en á þeim Norðurlöndum sem ekki nota evru? Hvað kemur næst? Verður því haldið fram að gróðurhúsaáhrifin, launamunur kynjanna og brottfall úr framhaldsskólum hverfi ef við bara förum að nota evru.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 311
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1188528

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband