Mánudagur, 24. desember 2007
Hættulegir Evrópusinnar
Evrópusambandið hefur nú ákveðið að innleiða með valdboði að ofan stjórnarskrá þá sem þegnar sambandsins hafa áður hafnað í almennri atkvæðagreiðslu og sýnir nú heiminum nýja mynd af lýðræðisviðhorfum sínum. Það sem áður hét stjórnarskrá heitir nú Lissabonsamningar.
Við fyrri samrunasamninga sína hefur sá háttur verið hafður á í sambandi þessu að láta kjósendur greiða atkvæði aftur og aftur þar til samþykki fengist líkt og við þekkjum hér á landi við sameiningu sveitarfélaga og er mikil og raunaleg nauðgun á lýðræði.
Lýðræðinu pakkað saman
Nú bregður svo við í Evrópu að hið miðstýrða Brusselbákn á sér ekki lengur möguleika á að sigra í atkvæðagreiðslum og kommisarar þess sjá að hversu oft sem síðasta stjórnarskrá yrði keyrð í gegnum þjóðaratkvæði yrðu svör þjóðanna alltaf nei. Þjóðirnar í Evrópu eru orðnar ríkjasamrunanum andvígar. Því er brugðið á það ráð að búta pólitískar ákvarðanir stjórnarskrárinnar niður í nokkra smærri samninga og þröngva þeim svo til samþykkis meðal þjóðríkjanna án atkvæðagreiðslu.
Eiríkur Bergmann, talsmaður Evrópusamtakanna, sem ötulast hefur barist fyrir málstað ES á Íslandi, staðfesti þessa túlkun atburða í viðtali í Silfri Egils um helgina. Efnislegar breytingar sem voru í stjórnarskránni eru margar ef ekki flestar í Lissabonsamningunum, sagði Eiríkur orðrétt í samtali við Egil en taldi það ómark því hinir symbólsku væru það ekki. Þetta ku þættir eins og innleiðing á Evrópudegi sem sérstökum hátíðisdegi, Evrópufána og vísan í sameiginleg einkenni.
Ónotahrollur
Það fór um mig ónotahrollur undir þessum útskýringum evrópusinnans. Kannski því að kenna að ég hefi verið að lesa bókina Skáldalíf um ritsnillingana Þórberg og Gunnar sem báðir voru þó miklir hugsjónaglópar í pólitík. Annar trúði staðfastlega á Stalín og hinn var um tíma svag fyrir Hitler. Báðir bjuggu við þá vöntun að þurfa að trúa á eitthvað það í pólitíkinni sem er manninum stærra og meira, eitthvað symbólískt, guðlegt og yfirmannlegt. Hjá heilbrigðu fólki tilheyrir symbólismi trúarbrögðum og miðaldafræði.
Svoldið svipað þessari vöntun er í gangi hjá æstustu talsmönnum Evrópuvitleysunnar. Einhver upphafning og síðan er talað í gátum sem enginn skilur um verðmæti sem enginn veit almennilega hver eru, - launhelgum.
Það er mikill munur á slíkum launhelgum í stjórnmálum og heilbrigðum skoðunum og hugsjónum. Skýrast í þessum mun er vitaskuld að hugsjónir er hægt að útskýra í einföldu og auðskildu máli. Hinar pólitísku launhelgar og allur yfirmannlegur háloftamígur einkennist aftur á móti af óskiljanlegri og upphafinni orðræðu.
Staðlausir trúarórar
Dæmi um þessar yfirmannlegu gátur og staðleysur í málflutningi eru fullyrðingar um að enginn viti lengur hvað orðið fullveldi þýðir! Að umræða um Evrópumál þurfi að þroskast (=andstæðinarnir eru óþroskuð fífl)! Að efnahagsframfarir undanfarinna ára á Íslandi séu bara allar vegna EES-samningsins!!! Að Evrópusamruninn sé söguleg nauðsyn (sem er ómerkileg forlagatrú)! Að evran muni koma, hvað sem dauðlegir stjórnmálamenn segi!
Nauðhyggjan er hér stór þáttur. Sömu fullvissu báru gömlu kommarnir í brjósti og snillingur þeirra Jóhannes úr Kötlum orti austur í Hveragerði,- Sovét Ísland hvenær kemur þú. Ekki hvort, heldur bara hvenær!
Það er útaf nauðhyggjunni og upphafningunni sem menn leyfa sér að láta fólk kjósa aftur og aftur eða þegar það dugar ekki afnema kosningaréttinn. Hinar upphöfnu skoðanir eru hafnar yfir allt sem heitir lýðræði og skoðun hinna upphöfnu manna er einfaldlega sú eina og sú rétta.
Ég ætla ekki að fullyrða að í Evrópuórunum felist ógn sem sambærileg er ógnum hinna gömlu alræðisherra, Stalíns og Hitlers. En ég held að hugsandi fólk eigi alltaf að vera á varðbergi þegar stjórnmálamenn fara að slá um sig með symbólisma og öðru sem ekki verður skilið jarðlegum skilningi.
Bjarni Harðarson, alþingismaður
(Birtist áður í 24 stundum og á bloggsíðu höfundar)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 328
- Sl. sólarhring: 406
- Sl. viku: 2737
- Frá upphafi: 1166111
Annað
- Innlit í dag: 269
- Innlit sl. viku: 2360
- Gestir í dag: 254
- IP-tölur í dag: 250
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, hér er ein athugasemd frá einum sem: eitt-sinn-vildi-ganga-í-ESB en hefur snúist hugur.
Það er rétt sem hér er verið að ýja að varðandi valdbeitinguna að ofan og kommisara-embættismanna-kerfið í Brussel. Það sem ég tel vera stærsta ókostinn við ESB er einmitt þetta gríðarlega, ógnvænlega, risastóra, taumlausa, kerfismanna-BÁKN sem Evrópusambandið er. Þessu kynntist ég af eigin raun í námsferð til Brussel. Það er ómögulegt að hafa nokkra yfirsýn. Þetta er botnlaus hít kerfiskarla og kerlinga og er farið að stjórna sér sjálft á eigin forsendum. Valdið er farið óralangt frá fólkinu. Við erum að tala um öfga-Kafkaískt kerfisbákn, nánast eins og skrímsli. Evrópuþingið er griðarstaður og endastöð fyrrverandi þjóðþingsmanna og embættismannakerfið ... ef að manni finnst kerfið hér heima á einhvern máta þungt þá ...
Ég held, kæri greinarhöfundur, að þú myndir gera betur í því að ræða það hvað sé svo vont við ESB, frekar en að blanda Hitler og kommúnisma inn í umræðuna. Höldum þessu á málefnalegum grunni - það þjónar umræðunni, er upplýsandi og vænlegt til árangurs, ef að það er þá markmið þitt.
Með kveðju.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 30.12.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.