Laugardagur, 29. desember 2007
Björgólfur Thor lítt spenntur fyrir Evrópusambandinu
"Ég tel að það myndi takmarka okkur. Við eigum að halda í þann sveigjanleika sem við höfum í dag. Við erum með margvíslega fríverslunarsamninga og við höfum möguleika á því að verða fjármálamiðstöð til langs tíma eins og margoft hefur verið talað um. Þannig getum við tekið við af Lúxemborg og Ermasundseyjunum, kjósum við svo. Það gerist hins vegar ekki ef við erum komnir inn í ESB."
Þetta er á meðal þess sem Björgólfur Thor Björgólfsson, sennilega umsvifamesti viðskiptamaður Íslands, hafði um Evrópusambandið og hugsanlega aðild að því að segja í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í tilefni þess að blaðið valdi hann sem viðskiptamann ásrins 2007. Eins og VefÞjóðviljinn hefur bent á eru ummæli Björgólfs sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að íslenskir Evrópusambandssinnar hafa reynt að telja fólki trú um að Evrópusambandsaðild væri einhver sérstök krafa viðskiptalífsins hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 247
- Sl. sólarhring: 373
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1166030
Annað
- Innlit í dag: 202
- Innlit sl. viku: 2293
- Gestir í dag: 193
- IP-tölur í dag: 193
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli kauði sé nú ekki að tala út frá sínum forsendum en ekki okkar landsmanna?
EES færði honum það viðskiptafrelsi sem hefur gert hann að þeim manni sem hann er í dag, og því verulega skondið að heyra þessi ummæli falla frá þeim bænum.
Ég er þó sammála honum í því að Krónan sé sorp og henni ber að farga við fyrsta tækifæri áður en hún ríður okkur að fullu. Við hefðum fyrir löngu átt að koma okkur inn í Evrópusambandið því þrátt fyrir sitt mikla regluverk ríkir þar þó töluvert frálsari markaður en á Monopoly skerinu Íslandi sem haldið er á floti með einhverjum mestu okurvöxtum sem sögur fara af (sem Björgólfur er nú að græða ágætlega á).
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 02:34
þetta er hárétt hjá Björgólfi Thor. Brjóstvitið segir að taka upp evru, en hagsmunir Íslensku þjóðarinnar vega þyngra. Þeir hagsmunir eru að hámarka arð fyrir þjóðina. Það er gert með ákveðinni áhættu. Síðan er það hvernig áhættan er lágmörkuð.
Nokkur smá hagkerfi geta stjórnað fjármálamörkuðum, ef þau standa saman.
Kristján Einarsson, 30.12.2007 kl. 11:22
Aðalsteinn:
Mér þykir ljóst að þú gerir þér enga grein fyrir því hvað Evrópusambandsaðild hefði í för með sér fyrir okkur á heildina litið. Og ef þú hins vegar gerir það þykir mér ljóst að þú sért ekki að hafa hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 11:53
Fyrir það fyrsta er ósennilegt að það sé raunhæft að taka upp evru hér á landi einhliða á þess fyrst að ganga í Evrópusambandið. Það er þó að öllum líkindum tækinilega hægt, en í því fælist gríðarleg áhætta og ofan á það bætist síðan andstaða sambandsins við slíkt. Það væri varla gáfulegt að taka upp gjaldmiðil einhvers í óþökk hans. Aðild að Myntbandalagi Evrópusambandsins, án aðildar að sambandinu sjálfu, er ekki möguleg heldur vegna andstöðu þess.
Þess utan eru miklar líkur á að evran muni seint henta íslenzka hagkerfinu og aðstæðum hér á landi. Eins og Óli Björn bendir réttilega á verða ákvar'anir Seðlabanka Evrópusambandsins ekki teknar með sérstöku tilliti til stöðu mála hér á landi ef einhverju og alls ekki ef okkar hagsmunir stangast á við t.d. hagsmuni Þýzkalands. Stýrivextir bankans verða t.a.m. ekki hækkaðir til að slá á þenslu hér á landi ef það kemur niður á hagvexti í Þýzkalandi. Og raunar þyrfti ekki Þýzkaland til, enda yrði Ísland minnsta aðildarríki Evrópusambandsins, miðað við fólksfjölda, ef litið er til þeirra ríkja sem nú eru aðilar að sambandinu. Meira segja Malta hefur um hundrað þúsund fleiri íbúa en fyrirfinnast hér á landi.
Með evrunni hyrfu þau stjórntæki úr sögunni sem Seðlabanki Íslands hefur haft og hvort sem menn telja þau hafa virkað til þess að ekki þá er a.m.k. ljóst að þau myndu ekki virka neitt eftir að þau yrðu strikuð út. Eftir það hvíldi öll innlend hagstjórn fyrst og fremst á útgjöldum hins opinbera sem munu seint teljast traustvekjandi hagstjórnartæki, sérstaklega ekki þegar fer að styttast í kosningar. Upptaka evrunnar myndi auk þess þýða minni sveigjanleika í efnahagslífinu hér á landi og afleiðing þess gæti hæglega orðið atvinnuleysi og kaupmáttarrýrnun eins og bent hefur verið á.
Ýmsir hafa viljað meina að aðild að evrusvæðinu myndi þýða aukið aðhald við útgjöld opinberra aðila hér á landi. Samkvæmt kenningunni átti þetta að gerast, en hefur gengið upp og ofan. Ein helzta ástæðan er sú að svokallaður stöðugleikasáttmáli evrusvæðsins, sem kveður á um að að fjárlagahalli aðildarríkjanna megi ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu, er nánast lamaður eftir að Þjóðverjar og Frakkar hafa ítrekað brotið gegn honum án þess að vera refsað fyrir eins og gert er ráð fyrir, nokkuð sem þau hafa komizt upp með í krafti stærðar sinnar. Annað er að evruríkin hefur mörgum hverjum þótt þægilegt að geta kennt evrusvæðinu um eigin hagstjórnarmistök heimafyrir og virðast oftar en ekki komast upp með það gagnvart kjósendum sínum. Allt þetta hefur síðan áhrif á svæðið í heild.
Svona mætti halda lengi áfram. Í stuttu máli sagt myndi evran seint henta hagsmunum Íslendinga enda myndu ákvarðanir varðandi hafa seint taka mið af aðstæðum hér á landi. Við yrðum þá í þeirri aðstöðu að þurfa að vona að aðstæður hér á landi væru sem líkastar aðstæðum í stóru evruríkjunum sem Seðlabanki Evrópusambandsins leggur megináherzlu á að taka tillit til, þá sérstaklega Þýzkalands en Þjóðverjar fóru í raun fram á það þegar þeir samþykktu að fórna þýzka markinu að tekið væri sérstakt tillit til þeirra aðstæðna. Og einu hagstjórnartækin sem eftir yrðu hér á landi væru útgjöld hins opinbera.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 13:01
Þríliða samband Ísraels, Sviss og Íslands mun stjórna öllum fjármálamörkuðum. Ástæðan fyrir því er sú, að það er hagkvæmast fyrir alla.
Kristján Einarsson, 30.12.2007 kl. 14:15
Ég hef lengi verið þessarar skoðunar og er fegin að Björgólfur, sem menn taka eftir hvað segir, er á þessari heilbrigðu skoðun.
Þegar ég á sínum tíma var á fullu að læra stjórnsýslu fannst mér aðild Íslands að Evrópusambandinu algjört must, en ég var auðvitað alveg heilaþvegin af kennurum og lesefninu sem ég var að kljást við.
Í dag held ég að Ísland sé í draumastöðu, við eigum aðild að Efnahagsbandalaginu, og við erum í góðum viðskiptalegum tengslum við Norður Ameríku. Við eigum ekki bara að horfa eins og þrælar í eina átt. Við getum horft í margar og verið vinir margra. Í því felst meira frelsi en full aðild að Evrópusambandinu. Embættismenn okkar hér heima eru duglegir að afla sér tengsla innan sambandsins á mörgum vettvangi og það hefur hingað til fleytt okkur ágætlega áfram. Hvað varðar gjaldmiðilinn er ég hreinlega ekki nógu fróð um kosti og galla upptöku svissneska frankans, til að tjá mig um það.
Gleðilegt ár, með efnahagsbandalaginu og án fullrar aðildar að Evrópusambandinu!
Anna Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 15:47
einhverjir kalla það að leggja inn á gleðibankann... þ.e. Svissnenska Seðlabankann
Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:23
Hefur enginn áttað sig á fáranleika þessara ummæla hjá Björgólfi. Ég veit ekki betur en að Lúxemborg og Ermasundseyjarnar séu hluti af Evrópusambandinu.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.