Leita í fréttum mbl.is

Telur Samfylkinguna skapa óvissu í Brussel

Í Brussel er nú spurt hvort stefnubreytinga í Evrópumálum sé að vænta af hálfu Íslands. Ástæðan er endurteknar yfirlýsingar samfylkingarfólks um að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan.

Þetta segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Stanslaust tal Samfylkingarinnar um að aðild væri betri kostur er farið að skjóta rótum í Brussel þar sem menn spyrja hvort stefnubreytinga sé að vænta. Það finnst mér ekki sniðugt," segir Bjarni sem kveður mikilvægt að Íslendingar séu trúverðugir í umræðum um Evrópumál.

Hann telur mikilvægara að halda fram þeirri skýru stefnu Íslands að byggja Evrópusamstarfið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið heldur en að fram fari „opin og fordómalaus umræða um Evrópumál," líkt og samfylkingarmenn hafi ítrekað sagt. „Slík umræða fer fram og hana hindrar enginn," segir Bjarni.

Heimild:
Telur Samfylkinguna skapa óvissu í Brussel (Vísir.is 03/02/08)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um hvað er fréttin? Að BB jr. þyki þetta ekki sniðugt? Að Samfylkingin sé hlynnt aðildarviðræðum við ESB? Hvað er nýtt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Að Samfylkingin láti á sér skilja að von sé á stefnubreytingu hér á landi þegar svo er ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.2.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 153
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2562
  • Frá upphafi: 1165936

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 2218
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband