Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandstrúboð

Í Morgunblaðinu í dag [13. mars sl.] (á bls. 29) er grein eftir Andrés Pétursson formann Evrópusamtakanna. (Þau samtök eru vel að merkja ekki samtök Evrópubúa heldur félag sem beitir sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.) Í greininni segir Andrés meðal annars: „Á meðan andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu geta ekki bent á raunhæfa langtímalausn á efnahagsvandræðum Íslendinga er ekki hægt að segja annað en að þeir séu á harðahlaupum frá veruleikanum.“

Hann skrifar eins og það sé sjálfsagt og augljóst að efnahagsvandi Íslendinga leysist við inngöngu í Evrópusambandið. En hversu trúlegt er að vandamál, sem eru að hluta afleiðing af alþjóðlegri niðursveiflu í efnahagslífi og að hluta afleiðing af því hve margir Íslendingar eyða um efni fram, leysist við inngöngu í Sambandið?

Hann skrifar líka eins og efnahagsvandi Íslendinga sé verri eða alvarlegri en hliðstæð vandamál í ríkjum Evrópusambandsins. En þetta er ekki afskaplega sennilegt þegar litið er til þess að Íslendingar búa að meðaltali við talsvert betri kjör, tryggari afkomu og minna atvinnuleysi en flestar þjóðir í Sambandinu. Þegar horft er til langs tíma (til dæmis síðustu 20 ára) er hagvöxtur hér á landi líka meiri en í flestum Sambandsríkjunum.

Ætli sannleikurinn sé ekki sá að ríki Evrópusambandsins glíma við hagstjórnarvanda rétt eins og ríkin utan þess og upptöku evru fylgja ekki bara kostir heldur líka gallar. Ef eitthvað er þá virðast lönd utan Sambandsins, eins og Noregur, Sviss og Ísland, búa við betri hag en þau lönd innan Sambandsins sem líkjast þeim helst. Þjóðir innan sambandsins sem ekki nota evru (t.d. Danmörk, Svíþjóð og England) virðast líka hafa það alveg eins gott og nágrannalönd (t.d. Þýskaland, Finnland og Írland) sem nota evruna fyrir gjaldmiðil.

Þeir sem halda að öll okkar vandamál leysist við það að ganga í Sambandið og taka upp evru virðast mjög uppteknir af tímabundnum vandamálum í hagstjórn hér á landi en horfa fram hjá vandamálum á evrusvæðinu. Þeir ættu kannski að reyna að átta sig á því hvers vegna þau lönd innan sambandsins sem standa okkur næst, eins og Danmörk, Svíþjóð og England, hafa kosið að taka ekki upp evru.

Getur verið að evrutal Andrésar og fleiri manna sé eins og hvert annað trúboð? Þeir vitna hver í annan og tala eins og menn sem hafa fundið Sannleikann með stórum staf og ákveðnum greini. En þegar við hin biðjum um rök fyrir þessum sannleika fáum við sjaldan að heyra neitt annað en sömu predikun endurtekna.

Atli Harðarson,
heimspekingur

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar http://atlih.blogg.is)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerumst sjálfstæð þjóð í Evrópusambandinu og losnum undan veldi Sjálfstæðisflokksins. Við erum ekki frjáls þjóð á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður hér öllu og þá er betra að vera Sjálfstæð þjóð eins og t.d. Svíþjóð, Danmörk nú eða Finnland. Allt eru þetta sjálfstæðar þjóðir hvort sem þær eru aðilar að Evrópusambandinu eða ekki. Þú og þið getið farið til allra þessara landa og það væri sama hvern þið mynduð spyrja, það myndu allir segja að þeir væru búsettir í sjálfstæðu þjóðfélagi.

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Valsól:
Þó einhverjir telji sig búa í sjálfstæðu ríki er ekki þar með sagt að svo sé í raunveruleikanum, sérstaklega ekki þegar það stangast á við beinharðar staðreyndir. Þá er fólk annað hvort ekki nógu upplýst um stöðu mála eða einfaldlega í afneitun. Gríðarlegt vald stofnana Evrópusambandsins, sem eru meira eða minna sjálfstæðar gagnvart aðildarríkjunum, kemur t.d. einhvers staðar frá. Það varð ekki til úr engu. Það kemur frá aðildarríkjunum, var hluti af fullveldi þeirra en er það ekki lengur.

Og ef fólki vill losna undan "valdi" Sjálfstæðisflokksins hafa íslenzkir kjósendur valdið til þess, þ.e. með því einfaldlega að kjósa flokkinn ekki. En af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft um og yfir 40% fylgi í kosningum sl. 60 ár. Þér kann að mislíka það en svona virkar lýðræðið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 09:37

3 identicon

Hvernig fer atkvæðagreiðsla fram á islandi? er hún heiðarleg? rafræn gegnum tölvur?

Ef kerfið er eithvað svipað því og í USA þá er mjög líklegt að um svindl hafi verið að ræða síðustu ár.

Andri (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Andri:
Það er handtalið mér vitanlega. Ef þú telur þig hafa einhverjar sannanir fyrir svindli eða áreiðanlegar vísbendingar hvet ég þig til þess að hafa samband við lögregluna eða fjölmiðla eða vekja athygli á því með öðrum hætti. Ef ekki er sennilega betur heima setið en af stað farið.

Það er vitanlega okkur öllum í hag að ekki sé grafið undan lýðræðinu m.a. með svindli, en að setja fram slíkar aðdróttanir án þess að hafa neitt fyrir sér í þeim efnum, væntanlega aðeins vegna þess að niðurstöður kosninga hafa ekki verið viðkomandi að skapi, er hins vegar aðeins þeim hinum sama til vansa.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 11:11

5 identicon

Það er staðreynd að kosningarsvindl eiga sér stað víða um heiminn, því er eðlilegt að spyrja hvernig staðið er að kosningum á Íslandi. Engar ásakanir af minni hálfu aðeins spurningar.

Andri (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Andri:
Vissulega, en hvers vegna varstu að nefna það í tilfelli Sjálfstæðisflokksins og kosninga hér á landi? Hefurðu einhverja ástæðu til að ætla að svindlað hafi verið hér á landi? Eina ástæðan, sem ég get ímyndað mér að sé fyrir þessum vangaveltum þínum, er sú að þér einfaldlega hafi einfaldlega ekki líkað niðurstöður kosninganna hér á landi undanfarin ár.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 414
  • Sl. viku: 2460
  • Frá upphafi: 1165834

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 2136
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband