Laugardagur, 3. maí 2008
Við verðum að ráða fram úr okkar málum sjálf
Þetta er mikið þjóðarböl, 7,2% atvinnuleysi, sagði góður vinur minn við mig á dögunum, þegar ESB-aðild bar á góma, en við höfðum í höndunum upplýsingar um, að þvílíkt ástand hefði verið í löndum Evrópusambandsins í fyrra, en aðeins 2,3% atvinnuleysi hér á landi. Það er skrítin hugmynd, bætti hann við, að vilja flytja inn atvinnuleysið! Og ég fór að hugsa um þessar tölur og fann á vefnum, að atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 25 ára aldri hafði verið 18,8% í Evrópusambandinu á árinu 2005 og er ugglaust svipað enn. Þetta ástand lýsir svo sannarlega miklu þjóðarböli og mannlegum harmleik, þegar atvinnuleysið fer að ganga frá kynslóð til kynslóðar eins og erfðagen innan sömu fjölskyldunnar. Það þarf mikið innra afl til að rífa sig upp úr því!
ESB-aðild er mikið rædd nú, og þessi útgangspunktur er ekki verri en hver annar: Hvernig tryggjum við Íslendingar best velferð okkar sjálfra? Ég sá í sjónvarpinu um daginn viðtalsþátt frá Færeyjum, þar sem ma. var rætt við Magne Arge, forstjóra færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, en honum hefur tekist að gera flugfélagið að stórveldi með dugnaði og bjartsýni. Grunntónninn í boðskap hans var, að Færeyingar ættu að segja skilið við Dani. Við verðum að bjarga okkur sjálfir, sagði hann. Það verða engir aðrir til þess.
Ég þekkti þennan bjarta tón héðan frá Íslandi og átti bágt með að sjá það fyrir mér, að fyrsta verk Færeyinga yrði að ganga í Evrópusambandið eftir að hafa endurheimt sjálfstæði sitt úr höndum Dana. Það hefði þá verið betra að vera kyrrir undir Dönum, hugsaði ég. Ragnar Arnalds bendir á það í glöggri grein í Morgunblaðinu á laugardag, að árlega sé haldinn ráðherrafundur Evrópusambandsins, þar sem teknar eru ákvarðanir um nýtingu sameiginlegra fiskimiða og sé sá fundur oft nefndur nótt hinna löngu hnífa. Þar hefðum við þrjú atkvæði af um 350. Ætli Færeyingar fengju eitt eða tvö? Ekki er kyn þó áhugamenn um ESB-aðild séu að reyna að koma því að, að íslenska ríkisstjórnin ætti fulltrúa á fundinum og aðgang að öllum gögnum!
Hagsæld okkar Íslendinga hefur alltaf oltið á því, hvort okkur hefur tekist að afla nægilegs gjaldeyris. Mesta reiðarslagið sem ég man eftir var hrun síldarstofnsins í lok 7. áratugarins, þegar hlutfall síldarafurða af heildarútflutningsverðmætum hrundi á tveim árum úr 42% niður fyrir 10% vegna ofveiði. Afleiðingin varð sú, að fjöldi manns flutti úr landi til að leita sér atvinnu og margir komu ekki til baka. En gæfa okkar var á hinn bóginn sú, að samningar höfðu tekist um byggingu álversins við Straumsvík. Sjávarútvegurinn stendur enn í dag undir lífskjörum okkar ásamt orkulindum okkar og orkufrekum iðnaði. Fjarðaál hefur gjörbreytt byggðaþróun á Austurlandi og á næstu árum mun margvíslegur orkufrekur iðnaður byggja upp atvinnulíf víðsvegar um landið og afla okkur meiri gjaldeyristekna. Þegar lífskjör Íslendinga eru borin saman við lífskjör annarra þjóða ríða ódýrt rafmagn og heitt vatn baggamuninn.
Í Reykjavíkurbréfi í gær [sl. laugardag] var gerð grein fyrir kanadískri skýrslu, þar sem spáð er helmingshækkun á eldsneyti á næstu árum. Ég tek undir með bréfritara að undir þessum kringumstæðum er fásinna að ganga í Evrópusambandið og deila með öðrum þjóðum yfirráðum okkar yfir orkulindunum. Þær eiga eftir að margfaldast í verði. Þær eru ásamt fiskimiðunum lykillinn að velferð okkar Íslendinga og forsenda þess, að við getum lifað frjáls og óháð hér norður við heimskautsbaug.
Jón Baldvin Hannibalsson fer mikinn í Morgunblaðinu á fimmtudag og þykir lítið til krónunnar koma, hún sé ekki annað en ónýtt fat, sem vondir stjórnmálamenn hafi farið illa með en nefnir þó ekki Hlutabréfasjóð og það gums allt saman, sem hann var þó kunnugur. Og það er rétt hjá honum, að krónan er minnsti gjaldmiðill veraldar og þess vegna viðkvæm og að það þrengir að okkur núna. Og úr því verðum við að vinna sjálf, það verða ekki aðrir til þess. Evrópusambandið er engin gustukastofnun. En auðvitað lærum við af reynslunni. Og ef þrautalendingin verður að síðustu sú, að nauðsynlegt sé að skipta um mynt myntarinnar vegna, hljótum við að velta fórnarkostnaðinum fyrir okkur. Og þá hygg ég að muni koma í ljós, að evran sé of dýru verði keypt.
Halldór Blöndal,
fyrrverandi forseti Alþingis
(Birtist áður í Morgunblaðinu 28. apríl 2008)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 103
- Sl. sólarhring: 290
- Sl. viku: 2038
- Frá upphafi: 1184445
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 1757
- Gestir í dag: 94
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.